Magnaðir myrkraheimar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. október 2012 10:08 Joona Linna er sænskur lögreglumaður af finnskum ættum. Og ekki bara einhver lögreglumaður, hann er sá besti. Óumdeilanlega og nýtur viðurkenningar sem slíkur. Engu að síður þarf hann að berjast við kerfið, en það er vegna ákvarðana hans sjálfs, þrákelkni og ófrávíkjanlegrar réttsýni. Það sem er mest um vert er að Joona Linna er einhver skemmtilegasta persóna sem komið hefur fram í norrænum glæpasögum um langa hríð. Eldvitnið er þriðja sagan eftir Kepler sem út kemur á íslensku, en sænsku hjónin Alexander og Alexandra Coelho Ahndroil, skrifa undir þessu dulnefni. Sögurnar fjalla allar um Linna, en hann hefur oft og tíðum yfirnáttúrulega hæfileika til að setja sig inn í aðstæður á vettvangi glæpa og hugarheim illvirkjanna. Eldvitnið fjallar um morð á heimili fyrir vandræðastúlkur og inn í söguna fléttast fortíð Joona Linna, bæði nálæg og fjarlæg. Lesendur fá að kynnast forsögu hans nánar, hvað gerði hann eins og hann er. Líkt og oft er reyndin með bókaflokka í dag hamlar það lesendum hafi þeir ekki lesið fyrri sögurnar, getur maður ímyndað sér. Helsti galli bókarinnar er að hún er skrifuð eins og kvikmynd, en það virðist ansi vinsælt í dag. Slíkt getur heppnast, en hérna er þetta beinlínis hamlandi; kaflar oft og tíðum rétt rúm blaðsíða á lengd og skipt í næsta kafla án nokkurra sýnilegra skila í sögunni. Það kemur þó ekki að sök. Eldvitnið er haganlega skrifuð saga, spennandi og með hæfilega flókinni fléttu. Aðall hennar er aðalpersónan og framvinda sögunnar heldur lesandanum í greipum spennunnar. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Joona Linna er sænskur lögreglumaður af finnskum ættum. Og ekki bara einhver lögreglumaður, hann er sá besti. Óumdeilanlega og nýtur viðurkenningar sem slíkur. Engu að síður þarf hann að berjast við kerfið, en það er vegna ákvarðana hans sjálfs, þrákelkni og ófrávíkjanlegrar réttsýni. Það sem er mest um vert er að Joona Linna er einhver skemmtilegasta persóna sem komið hefur fram í norrænum glæpasögum um langa hríð. Eldvitnið er þriðja sagan eftir Kepler sem út kemur á íslensku, en sænsku hjónin Alexander og Alexandra Coelho Ahndroil, skrifa undir þessu dulnefni. Sögurnar fjalla allar um Linna, en hann hefur oft og tíðum yfirnáttúrulega hæfileika til að setja sig inn í aðstæður á vettvangi glæpa og hugarheim illvirkjanna. Eldvitnið fjallar um morð á heimili fyrir vandræðastúlkur og inn í söguna fléttast fortíð Joona Linna, bæði nálæg og fjarlæg. Lesendur fá að kynnast forsögu hans nánar, hvað gerði hann eins og hann er. Líkt og oft er reyndin með bókaflokka í dag hamlar það lesendum hafi þeir ekki lesið fyrri sögurnar, getur maður ímyndað sér. Helsti galli bókarinnar er að hún er skrifuð eins og kvikmynd, en það virðist ansi vinsælt í dag. Slíkt getur heppnast, en hérna er þetta beinlínis hamlandi; kaflar oft og tíðum rétt rúm blaðsíða á lengd og skipt í næsta kafla án nokkurra sýnilegra skila í sögunni. Það kemur þó ekki að sök. Eldvitnið er haganlega skrifuð saga, spennandi og með hæfilega flókinni fléttu. Aðall hennar er aðalpersónan og framvinda sögunnar heldur lesandanum í greipum spennunnar.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira