Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 110-102 Helgi Guðmundsson skrifar 11. október 2012 17:00 Jóhann Árni Ólafsson. Mynd/Vilhelm Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Girndavík í kvöld. Grindvíkingar náðu forystu stax í upphafi og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þó svo að Snæfellingar hafi aldrei verið langt undan. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ögn betur en Snæfell. Heimamenn náðu fljótlega undirtökunum í leiknum og hélt þeim nánast til loka. Leikurinn náði eiginlega aldrei að verða almennilega spennandi þó að Grindvíkingar hafi aldrei getað leyft sér að slaka á. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun - mikill hraði og mikið skorað. Mestur varð munurinn eftir þriðja leikhluta sautján stig en þá leit út fyrir að Grindvíkingar væru að stinga af. Snæfellingar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að hleypa smá spennu í lokakaflann þegar þeim tókst að minnka muninn í tíu stig. Grindvíkingar fengu gríðarlega mikið framlag frá sínum erlendu leikmönnum en Samuel Zeglinski skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar og Aaron Broussard skoraði 28 stig og tók 9 fráköst. Þá skoruðu Sigurður Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson 12 stig hvor. Hjá Snæfell var stiga skorið heldur dreifðara en þar skoraði Hafþór Ingi Gunnarsson 26 stig og tók 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20 stig og 11 fráköst og Jay Threatt 20 stig. Næstir komu Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 11 stig og Asim McQueen og Sveinn Arnar Davidson með 10 stig hvor.Ingi Þór: Létum þá líta gríðarlega vel út „Það ætlar sér ekkert lið að fá á sig 110 stig, eins og við gerðum í dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við vorum alltof flatir í vörn eins og í síðasta leik og gátum ekki reddað okkur að þessu sinni með baráttu. En ég er engu að síður ánægður með liðið - það skiptir máli að tapa bara með átta stigum en ekki 15-20 stigum. Þetta hefði getað orðið mun stærra tap.“ „Ég hef engar áhyggjum af sóknarleiknum okkar. Vörnin er fyrst og fremst vandamálið en við létum þá líta gríðarlega vel út á köflum.“ „Svo virtist engu máli skipta hvaða páskaungi kastaði boltanum hjá þeim, þeir voru allir að hitta. Sérstaklega voru útlendingarnir tveir öflugir með eitthvað um 65 stig samtals.“ „Við þurfum að sýna betra hugarfar strax fá fyrstu mínútu og styðja hverja aðra í varnarleiknum. Við getum vel spilað góða vörn en verðum þá að mæta tilbúnir til leiks. Í dag vorum við eftir á allan leikinn en það góða er að við gáfumst aldrei upp. Ég er ánægður með það.“Sverrir Þór: Frábær sigur „Þetta var frábær sigur á sterku liði,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við spiluðum vel í sókn en vorum þó langt frá okkar besta í varnarleiknum. Þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn.“ „Ég er þó gríðarlega ánægður með sigurinn. Okkar erlendu leikmenn voru mjög áberandi í sókninni - Sammy hitti alveg svakelega og þeir báðir voru bara flottir. Við hittum ekki vel fyrir utan þannig að stóru mennirnir okkar voru ekki að fá mikið inn í teignum.“ „Það er vissulega of mikið að fá 102 stig á sig en stundum vill það verða þannig þegar leikurinn er hraður og leikmenn eru duglegir að skjóta. Ég er sáttur á meðan við vinnum en ég vil að sjálfsögðu halda andstæðingum okkar í færri stigum. Það er á hreinu.“Grindavík-Snæfell 110-102 (29-23, 27-24, 30-22, 24-33)Grindavík: Samuel Zeglinski 37/5 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 28/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 6, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3, Ómar Örn Sævarsson 0/5 fráköst.Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 5. Textalýsing frá leik Grindavíkur og Snæfells:Leik lokið: 110-102 Grindavík vinnur með 8 stiga mun.40.Mínúta: 110-102 Snæfell setur niður þrist.40.Mínúta: 110-99 Zeglinski skorar 3 stig og Jay Threatt svara með þriggja stiga körfu.39.Mínúta: 107-96 Snæfell skorar 4 stig í röð en þetta er of lítið og of seint.39.Mínúta: 107-92 Jay Threatt fær dæmda á sig sóknarvillu og Grindvíkingar skora.39.Mínúta: 105-92 Jóhann Árni skorar úr tveimur vítum.38.Mínúta: 103-92 Grindvíkingar taka leikhlé, þeir leiða með 11 stigum og eru á góðri leið með að sigla sigri í höfn hér í kvöld.37.Mínúta: 103-92 Jay Threatt skorar úr vítum og Broussard svarar með skoti úr teignum.37.Mínúta: 101-90 Mikill hraði í leiknum þessa stundina en hvorugu liðinu gengur neitt að hitta.36.Mínúta: 101-90 Snæfell stelur boltanum og Hafþór Ingi skorar, Sverrir Þór er snöggur að taka leikhlé.36.Mínúta: 101-87 Hafþór Ingi skorar úr tveimur af þremur vítum.35.Mínúta: 99-85 Liðin skora á víxl.35.Mínúta: 97-83 Zeglinski skorar sitt 34 stig af vítalínunni.34.Mínúta: 93-83 Jay Threatt skorar með sniðskoti.34.Mínúta: 93-79 Þorleifur Ólafsson skorar og fær víti að auki sem hann og nýtir. 33.Mínúta: 88-76 Jóhann Árni svara fyrir Grindavik. 32.Mínúta: 86-76 Snæfell bætir við fjórum stigum og minkar muninn í 10 stig. 31.Mínúta: 86-72 Snæfell skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Þriðja leikhluta lokið: Grindvíkingar leiða með 17 stigum eftir að hafa unni þennan leikhluta með 8 stigum. Nú verður á brattann að sækja fyrir gestina í Snæfelli í lokaleikhlutanum. 30.Mínúta: 86-69 Liðin skora sitthvor 2 stigin. 29.Mínúta: 84-67 Liðin skiptast á þriggja stiga körfum. 29.Mínúta: 81-64 Zeglinski með 2 stig. 28.Mínúta: 79-64 Það rignir þristum, nú er það Broussard. 28.Mínúta: 76-64 Jón Axel Guðmundsson með þrist. 27.Mínúta: 73-64 Zeglinski með þriggja stiga körfu. 26.Mínúta: 70-64 Stefan Karel Torfason skorar. 25.Mínúta: 68-62 Góður varnarleikur hjá báðum liðum en þau ná þó að skora. 24.Mínúta: 68-58 Hafþór Ingi Gunnarson með galopið þriggja stiga skot sem fer beint ofaní.23.Mínúta: 66-55 Liðin skiptast á þristum. Sveinn Arnar Davidson fékk alln tíma í heiminum til að stilla upp í þrist og setti hann niður en Zeglinski svaraði að bragði.22.Mínúta: 63-52 Liðin skiptast á að skora. 21.Mínúta: 61-50 Asim McQueen skorar og fær víti að auki en Sigurður Þorsteins kvittar fyrir það með tveimur stigum. 21.Mínúta: 59-47 Þorleifur setur þrist.Hálfleikur: Stigadreifingin er töluvert betri hjá Snæfellingum en hjá Grindavík þar sem Zeglinski og Broussard hafa skorað samtals 38 af 56 stigum liðsins. Hálfleikur: Stigahæstir hjá Grindavík í fyrri hálfleik eru Samuel Zeglinski með 24 stig og Aaron Broussard með 14 stig. Hjá Snæfell er Jón Ólafur stigahæstur með 13 stig og Pálmi Freyr Sigurgeirson með 9 stig. Hálfleikur: Heimamenn í Grindavík leiða með 9 stigum í hálfleik og hafa verið betri aðilinn það sem af er. 20.Mínúta: 56-47 Zeglinski setur niður bæði vítin og Jay Threatt setur niður tvö víti hinumegin líka. 20.Mínúta: 54-45 Liðin skiptast á þristum. Grindvíkingar fá 2 víti. 19.Mínúta: 51-42 Hafþór Ingi fær 2 víti en nær bara að nýta það fyrra. 18.Mínúta: 51-41 Munurinn orðinn 10 stig á ný. 16.Mínúta: 47-38 Í þeim töluðu orðum skorar Snæfell 3.stig. 16.Mínúta: 47-35 Það gengur illa hjá báðum liðum að skora í augnablikinu.15.Mínúta: 45-35 Liðin skiptast á að skora.14.Mínúta: 43-32 Pálmi skorar og fær víti að auki.13.Mínúta: 43-27 Zeglinski fer mikinn og setur tvo þrista í röð, Snæfell tekur leikhlé.12.Mínúta: 40-27 Grindvíkingar byrja leikhlutann af krafti. Fyrsta leikhluta lokið: 32-23 Zeglinski setur niður bæði vítin. 10.Mínúta: 30-23 Zeglinski fær tvö víta skot þegar ein sekúnda er eftir. 9.Mínúta: 28-20 Zeglinski með góðan þrist. 7.Mínúta: 20-14 Liðin skiptast á að skora. 6.Mínúta: 18-12 Heimamenn svara með tveimur þristum og Snæfell tekur leikhlé. 5.Mínúta: 12-12 Sveinn Arnar jafnar með þriggja stiga körfu.3.Mínúta: 8-4 Heimamenn byrja betur. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Sjá meira
Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Girndavík í kvöld. Grindvíkingar náðu forystu stax í upphafi og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þó svo að Snæfellingar hafi aldrei verið langt undan. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ögn betur en Snæfell. Heimamenn náðu fljótlega undirtökunum í leiknum og hélt þeim nánast til loka. Leikurinn náði eiginlega aldrei að verða almennilega spennandi þó að Grindvíkingar hafi aldrei getað leyft sér að slaka á. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun - mikill hraði og mikið skorað. Mestur varð munurinn eftir þriðja leikhluta sautján stig en þá leit út fyrir að Grindvíkingar væru að stinga af. Snæfellingar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að hleypa smá spennu í lokakaflann þegar þeim tókst að minnka muninn í tíu stig. Grindvíkingar fengu gríðarlega mikið framlag frá sínum erlendu leikmönnum en Samuel Zeglinski skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar og Aaron Broussard skoraði 28 stig og tók 9 fráköst. Þá skoruðu Sigurður Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson 12 stig hvor. Hjá Snæfell var stiga skorið heldur dreifðara en þar skoraði Hafþór Ingi Gunnarsson 26 stig og tók 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20 stig og 11 fráköst og Jay Threatt 20 stig. Næstir komu Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 11 stig og Asim McQueen og Sveinn Arnar Davidson með 10 stig hvor.Ingi Þór: Létum þá líta gríðarlega vel út „Það ætlar sér ekkert lið að fá á sig 110 stig, eins og við gerðum í dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við vorum alltof flatir í vörn eins og í síðasta leik og gátum ekki reddað okkur að þessu sinni með baráttu. En ég er engu að síður ánægður með liðið - það skiptir máli að tapa bara með átta stigum en ekki 15-20 stigum. Þetta hefði getað orðið mun stærra tap.“ „Ég hef engar áhyggjum af sóknarleiknum okkar. Vörnin er fyrst og fremst vandamálið en við létum þá líta gríðarlega vel út á köflum.“ „Svo virtist engu máli skipta hvaða páskaungi kastaði boltanum hjá þeim, þeir voru allir að hitta. Sérstaklega voru útlendingarnir tveir öflugir með eitthvað um 65 stig samtals.“ „Við þurfum að sýna betra hugarfar strax fá fyrstu mínútu og styðja hverja aðra í varnarleiknum. Við getum vel spilað góða vörn en verðum þá að mæta tilbúnir til leiks. Í dag vorum við eftir á allan leikinn en það góða er að við gáfumst aldrei upp. Ég er ánægður með það.“Sverrir Þór: Frábær sigur „Þetta var frábær sigur á sterku liði,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við spiluðum vel í sókn en vorum þó langt frá okkar besta í varnarleiknum. Þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn.“ „Ég er þó gríðarlega ánægður með sigurinn. Okkar erlendu leikmenn voru mjög áberandi í sókninni - Sammy hitti alveg svakelega og þeir báðir voru bara flottir. Við hittum ekki vel fyrir utan þannig að stóru mennirnir okkar voru ekki að fá mikið inn í teignum.“ „Það er vissulega of mikið að fá 102 stig á sig en stundum vill það verða þannig þegar leikurinn er hraður og leikmenn eru duglegir að skjóta. Ég er sáttur á meðan við vinnum en ég vil að sjálfsögðu halda andstæðingum okkar í færri stigum. Það er á hreinu.“Grindavík-Snæfell 110-102 (29-23, 27-24, 30-22, 24-33)Grindavík: Samuel Zeglinski 37/5 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 28/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 6, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3, Ómar Örn Sævarsson 0/5 fráköst.Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 5. Textalýsing frá leik Grindavíkur og Snæfells:Leik lokið: 110-102 Grindavík vinnur með 8 stiga mun.40.Mínúta: 110-102 Snæfell setur niður þrist.40.Mínúta: 110-99 Zeglinski skorar 3 stig og Jay Threatt svara með þriggja stiga körfu.39.Mínúta: 107-96 Snæfell skorar 4 stig í röð en þetta er of lítið og of seint.39.Mínúta: 107-92 Jay Threatt fær dæmda á sig sóknarvillu og Grindvíkingar skora.39.Mínúta: 105-92 Jóhann Árni skorar úr tveimur vítum.38.Mínúta: 103-92 Grindvíkingar taka leikhlé, þeir leiða með 11 stigum og eru á góðri leið með að sigla sigri í höfn hér í kvöld.37.Mínúta: 103-92 Jay Threatt skorar úr vítum og Broussard svarar með skoti úr teignum.37.Mínúta: 101-90 Mikill hraði í leiknum þessa stundina en hvorugu liðinu gengur neitt að hitta.36.Mínúta: 101-90 Snæfell stelur boltanum og Hafþór Ingi skorar, Sverrir Þór er snöggur að taka leikhlé.36.Mínúta: 101-87 Hafþór Ingi skorar úr tveimur af þremur vítum.35.Mínúta: 99-85 Liðin skora á víxl.35.Mínúta: 97-83 Zeglinski skorar sitt 34 stig af vítalínunni.34.Mínúta: 93-83 Jay Threatt skorar með sniðskoti.34.Mínúta: 93-79 Þorleifur Ólafsson skorar og fær víti að auki sem hann og nýtir. 33.Mínúta: 88-76 Jóhann Árni svara fyrir Grindavik. 32.Mínúta: 86-76 Snæfell bætir við fjórum stigum og minkar muninn í 10 stig. 31.Mínúta: 86-72 Snæfell skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Þriðja leikhluta lokið: Grindvíkingar leiða með 17 stigum eftir að hafa unni þennan leikhluta með 8 stigum. Nú verður á brattann að sækja fyrir gestina í Snæfelli í lokaleikhlutanum. 30.Mínúta: 86-69 Liðin skora sitthvor 2 stigin. 29.Mínúta: 84-67 Liðin skiptast á þriggja stiga körfum. 29.Mínúta: 81-64 Zeglinski með 2 stig. 28.Mínúta: 79-64 Það rignir þristum, nú er það Broussard. 28.Mínúta: 76-64 Jón Axel Guðmundsson með þrist. 27.Mínúta: 73-64 Zeglinski með þriggja stiga körfu. 26.Mínúta: 70-64 Stefan Karel Torfason skorar. 25.Mínúta: 68-62 Góður varnarleikur hjá báðum liðum en þau ná þó að skora. 24.Mínúta: 68-58 Hafþór Ingi Gunnarson með galopið þriggja stiga skot sem fer beint ofaní.23.Mínúta: 66-55 Liðin skiptast á þristum. Sveinn Arnar Davidson fékk alln tíma í heiminum til að stilla upp í þrist og setti hann niður en Zeglinski svaraði að bragði.22.Mínúta: 63-52 Liðin skiptast á að skora. 21.Mínúta: 61-50 Asim McQueen skorar og fær víti að auki en Sigurður Þorsteins kvittar fyrir það með tveimur stigum. 21.Mínúta: 59-47 Þorleifur setur þrist.Hálfleikur: Stigadreifingin er töluvert betri hjá Snæfellingum en hjá Grindavík þar sem Zeglinski og Broussard hafa skorað samtals 38 af 56 stigum liðsins. Hálfleikur: Stigahæstir hjá Grindavík í fyrri hálfleik eru Samuel Zeglinski með 24 stig og Aaron Broussard með 14 stig. Hjá Snæfell er Jón Ólafur stigahæstur með 13 stig og Pálmi Freyr Sigurgeirson með 9 stig. Hálfleikur: Heimamenn í Grindavík leiða með 9 stigum í hálfleik og hafa verið betri aðilinn það sem af er. 20.Mínúta: 56-47 Zeglinski setur niður bæði vítin og Jay Threatt setur niður tvö víti hinumegin líka. 20.Mínúta: 54-45 Liðin skiptast á þristum. Grindvíkingar fá 2 víti. 19.Mínúta: 51-42 Hafþór Ingi fær 2 víti en nær bara að nýta það fyrra. 18.Mínúta: 51-41 Munurinn orðinn 10 stig á ný. 16.Mínúta: 47-38 Í þeim töluðu orðum skorar Snæfell 3.stig. 16.Mínúta: 47-35 Það gengur illa hjá báðum liðum að skora í augnablikinu.15.Mínúta: 45-35 Liðin skiptast á að skora.14.Mínúta: 43-32 Pálmi skorar og fær víti að auki.13.Mínúta: 43-27 Zeglinski fer mikinn og setur tvo þrista í röð, Snæfell tekur leikhlé.12.Mínúta: 40-27 Grindvíkingar byrja leikhlutann af krafti. Fyrsta leikhluta lokið: 32-23 Zeglinski setur niður bæði vítin. 10.Mínúta: 30-23 Zeglinski fær tvö víta skot þegar ein sekúnda er eftir. 9.Mínúta: 28-20 Zeglinski með góðan þrist. 7.Mínúta: 20-14 Liðin skiptast á að skora. 6.Mínúta: 18-12 Heimamenn svara með tveimur þristum og Snæfell tekur leikhlé. 5.Mínúta: 12-12 Sveinn Arnar jafnar með þriggja stiga körfu.3.Mínúta: 8-4 Heimamenn byrja betur.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti