Tæknibrellur leika stóra rullu í nýrri draugamynd 12. október 2012 09:42 Tökur á nýrri mynd Ágústs Guðmundssonar hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn. Nýtísku tæknibrellur verða áberandi í gamansömu draugamyndinni Ófeigur gengur aftur. Tökur á henni hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Frekar sjaldgæft er að miklar brellur séu notaðar þegar íslensk kvikmynd er annars vegar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst, sem samdi einnig handritið. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið og aðspurðum líst Ágústi vel á samstarfið. "Ég hef unnið með honum áður og það er alltaf jafnskemmtilegt. Laddi er mikill hæfileikamaður og kann ýmislegt fleira fyrir sér en það sem tengist hinum frægu karakterum hans." Með önnur hlutverk í myndinni fara Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Frumsýning er fyrirhuguð um páskana, eða í lok mars á næsta ári. "Ég er mjög kátur að vera að byrja á nýrri mynd," segir Ágúst. Átta ár eru liðin síðan hann gerði Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Þar áður sendi hann frá sér Mávahlátur. "Þetta er orðinn alltof langur tími. Það fóru reyndar fjögur ár í að vera í forsvari fyrir Bandalagi íslenskra listamanna á sínum tíma, þannig að það dregst frá að einhverju leyti." Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Nýtísku tæknibrellur verða áberandi í gamansömu draugamyndinni Ófeigur gengur aftur. Tökur á henni hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Frekar sjaldgæft er að miklar brellur séu notaðar þegar íslensk kvikmynd er annars vegar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst, sem samdi einnig handritið. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið og aðspurðum líst Ágústi vel á samstarfið. "Ég hef unnið með honum áður og það er alltaf jafnskemmtilegt. Laddi er mikill hæfileikamaður og kann ýmislegt fleira fyrir sér en það sem tengist hinum frægu karakterum hans." Með önnur hlutverk í myndinni fara Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Frumsýning er fyrirhuguð um páskana, eða í lok mars á næsta ári. "Ég er mjög kátur að vera að byrja á nýrri mynd," segir Ágúst. Átta ár eru liðin síðan hann gerði Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Þar áður sendi hann frá sér Mávahlátur. "Þetta er orðinn alltof langur tími. Það fóru reyndar fjögur ár í að vera í forsvari fyrir Bandalagi íslenskra listamanna á sínum tíma, þannig að það dregst frá að einhverju leyti."
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira