Tímalausar teikningar Þóroddur Bjarnason skrifar 12. október 2012 10:26 Sýningin spyr okkur hver staða teikningarinnar er og minnir okkur á að teikna og veita teikningunni athygli, að sögn gagnrýnanda. Teikningin hefur í gegnum tíðina ekki alltaf notið sömu virðingar og myndverk unnin í ýmsa aðra miðla. Kannski er það af því að hún er ekki eins varanleg og til dæmis olíumálverk á striga eða höggmynd unnin í marmara, eða þá að ástæðan er að hún er oft unnin sem undirbúningur að einhverju meiru, sem vinnuplagg, en ekki endanlegt verk. Gildi teikningarinnar vill því gleymast í okkar daglega lífi, og þeir galdrar sem hún býr yfir. Sýningin Teikning - þvert á tíma og tækni vill benda okkur á einmitt þetta. Hún spyr okkur hver staða teikningarinnar er, og minnir okkur á að teikna og veita teikningunni athygli. Við höfum nefnilega öll á einhverjum tímapunkti í lífi okkar sinnt teikningunni að einhverju marki, bæði meðvitað og ómeðvitað, og í raun má sjá teikningar verða til allt í kringum okkur á hverjum degi. Flugvél sem flýgur í loftinu, bíll sem spólar á götunni, og hundur að spræna utan í vegg. Allt eru þetta teikningar. Eins og segir í vandaðri sýningarskrá þá fjallar sýningin um teikninguna sem leið til miðlunar, þekkingar, hugsana, athugana og tjáningar. Síðar segir í skránni að í sýningunni sé leitast við að draga fram tímaleysi þeirrar nálgunar sem teikningin býr yfir, eiginleika hennar, mátt, dulúð og áþreifanleika. Í skránni segir einnig að í vestrænu samfélagi hætti flestir að teikna um tólf ára aldur, sem er sorgleg staðreynd. Þóra Sigurðardóttir, höfundur sýningarinnar, velur þá leið að markmiði sínu að tefla saman verkum Johns Baine sem hann gerði í Íslandsleiðangri John Thomas Stanley árið 1789 og teikningum þriggja núlifandi listamanna, þeirra Önnu Guðjónsdóttur, Per Kirkeby og sjálfrar sín ( Þóru Sigurðardóttur). Þegar komið er inn í Bogasalinn sjást verk Johns Bain þar í öndvegi í miðjum salnum, en um er að ræða eftirprentanir verka hans. Baines var stærðfræðingur og stjörnufræðingur á ofanverðri 18. öld, á þeim tíma þegar ljósmyndin var ekki komin til sögunnar og góðir teiknarar því eftirsóttir. Teikningar Baines eru festar upp óinnrammaðar, líkt og önnur verk á sýningunni, beint á vegginn og draga með sér og undirstrika bogaform salarins með einkar fallegum hætti. Baines dvelur í teikningunni og byggir hana upp svo oft er unun á að horfa. Maður getur nánast fundið fyrir nálægð listamannsins, hlaðandi upp landslaginu á pappírinn, í þéttri krossteikningu. Hægra megin við Baines er einn þekktasti núlifandi listamaður Norðurlanda, Per Kirkeby með léttleikandi þurrnálarverk frá Færeyjum og Íslandi, hálfgerðar skissur ferðamannsins og athugandans á gönguferð um landið. Kirkeby lærði jarðfræði áður en hann fór út í myndlist og sú staðreynd tengir hann sterkar við bæði landslagið sem hann teiknar og verk vísindamannsins Baines. Vinstra megin við myndir Baines eru grafíkmyndir Þóru Sigurðardóttur. Þóra er í myndum sínum í mikilli nánd við jörðina og yfirborðið, öfugt við þá Baines og Kirkeby sem horfa á úr fjarlægð. Nálgun hennar við teikninguna er nánast líkamleg og í þeim er einhver ólga, flétta og núningur. Stundum í raun abstrakt og stundum hálf fígúratíft. Anna Guðjónsdóttir er á svipuðum slóðum, nálægt jörðinni og jarðefnunum. Bestu myndir hennar eru nánast eins og skítugar, eins og verið sé að drullumalla á flötinn, sbr. án titils frá 2009. Fyrir utan margar af frábærum myndum Baines, þá komu verk Önnu mér mest á óvart á sýningunni, með næmri efnistilfinningu sinni og útgeislun. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Teikningin hefur í gegnum tíðina ekki alltaf notið sömu virðingar og myndverk unnin í ýmsa aðra miðla. Kannski er það af því að hún er ekki eins varanleg og til dæmis olíumálverk á striga eða höggmynd unnin í marmara, eða þá að ástæðan er að hún er oft unnin sem undirbúningur að einhverju meiru, sem vinnuplagg, en ekki endanlegt verk. Gildi teikningarinnar vill því gleymast í okkar daglega lífi, og þeir galdrar sem hún býr yfir. Sýningin Teikning - þvert á tíma og tækni vill benda okkur á einmitt þetta. Hún spyr okkur hver staða teikningarinnar er, og minnir okkur á að teikna og veita teikningunni athygli. Við höfum nefnilega öll á einhverjum tímapunkti í lífi okkar sinnt teikningunni að einhverju marki, bæði meðvitað og ómeðvitað, og í raun má sjá teikningar verða til allt í kringum okkur á hverjum degi. Flugvél sem flýgur í loftinu, bíll sem spólar á götunni, og hundur að spræna utan í vegg. Allt eru þetta teikningar. Eins og segir í vandaðri sýningarskrá þá fjallar sýningin um teikninguna sem leið til miðlunar, þekkingar, hugsana, athugana og tjáningar. Síðar segir í skránni að í sýningunni sé leitast við að draga fram tímaleysi þeirrar nálgunar sem teikningin býr yfir, eiginleika hennar, mátt, dulúð og áþreifanleika. Í skránni segir einnig að í vestrænu samfélagi hætti flestir að teikna um tólf ára aldur, sem er sorgleg staðreynd. Þóra Sigurðardóttir, höfundur sýningarinnar, velur þá leið að markmiði sínu að tefla saman verkum Johns Baine sem hann gerði í Íslandsleiðangri John Thomas Stanley árið 1789 og teikningum þriggja núlifandi listamanna, þeirra Önnu Guðjónsdóttur, Per Kirkeby og sjálfrar sín ( Þóru Sigurðardóttur). Þegar komið er inn í Bogasalinn sjást verk Johns Bain þar í öndvegi í miðjum salnum, en um er að ræða eftirprentanir verka hans. Baines var stærðfræðingur og stjörnufræðingur á ofanverðri 18. öld, á þeim tíma þegar ljósmyndin var ekki komin til sögunnar og góðir teiknarar því eftirsóttir. Teikningar Baines eru festar upp óinnrammaðar, líkt og önnur verk á sýningunni, beint á vegginn og draga með sér og undirstrika bogaform salarins með einkar fallegum hætti. Baines dvelur í teikningunni og byggir hana upp svo oft er unun á að horfa. Maður getur nánast fundið fyrir nálægð listamannsins, hlaðandi upp landslaginu á pappírinn, í þéttri krossteikningu. Hægra megin við Baines er einn þekktasti núlifandi listamaður Norðurlanda, Per Kirkeby með léttleikandi þurrnálarverk frá Færeyjum og Íslandi, hálfgerðar skissur ferðamannsins og athugandans á gönguferð um landið. Kirkeby lærði jarðfræði áður en hann fór út í myndlist og sú staðreynd tengir hann sterkar við bæði landslagið sem hann teiknar og verk vísindamannsins Baines. Vinstra megin við myndir Baines eru grafíkmyndir Þóru Sigurðardóttur. Þóra er í myndum sínum í mikilli nánd við jörðina og yfirborðið, öfugt við þá Baines og Kirkeby sem horfa á úr fjarlægð. Nálgun hennar við teikninguna er nánast líkamleg og í þeim er einhver ólga, flétta og núningur. Stundum í raun abstrakt og stundum hálf fígúratíft. Anna Guðjónsdóttir er á svipuðum slóðum, nálægt jörðinni og jarðefnunum. Bestu myndir hennar eru nánast eins og skítugar, eins og verið sé að drullumalla á flötinn, sbr. án titils frá 2009. Fyrir utan margar af frábærum myndum Baines, þá komu verk Önnu mér mest á óvart á sýningunni, með næmri efnistilfinningu sinni og útgeislun.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira