Red Bull-bílarnir fljótastir á æfingum í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 12. október 2012 13:10 Vettel var fljótastur um Yeongam brautina í Suður-Kóreu. Red Bull virðast hafa þó nokkurt forskot á keppinauta sína. nordicphotos/afp Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira