Orðrómur um að Vettel fari til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. október 2012 19:00 Það verður að teljast hæpið að Vettel og Alonso verði liðsfélagar hjá Ferrari á næsta ári. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins. Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Þá hafa flestir bestu ökumennirnir í Formúlu 1 verði orðaðir við sæti Felipe Massa hjá Ferrari. Massa þykir þó hafa ekið vel í undanförnum mótum og sætið hans ekki eins heitt og það var í upphafi tímabilsins þegar ekkert gekk hjá Brasilíumanninum. Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-fyrirtækisins, segir að það mundi ekki verða góð skipan mála að fá jafn sterkan ökuþór og Vettel í liðið til að aka við hlið Fernando Alonso. Mundi það raska jafnvæginu innan liðsins, sem Ferrari metur svo mikils. "Í dag eru ökumennirnir okkar ekki vandamál," sagði di Montezemolo við ítalska útvarpsstöð þegar orðrómurinn um Vettel var borinn undir hann. "Ég vil ekki hafa vandamál eða of mikið kapp milli ökuþóra liðsins. Við höfðum það ekki milli Schumacher og Irvine, Schumacher og Barrichello og heldur ekki milli Alonso og Massa." Felipe Massa er því hinn fullkomni ökuþór til að gegna hlutverki annars ökuþórs liðsins, hlutverk sem hann hefur annast nær alla sína tíð hjá Ferrari. Di Montezemolo segist ætla að ræða við Massa á næstunni og ráða um framtíð ökuþórsins.
Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira