Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem lauk í Tyrklandi um helgina. Suður-Kórea fagnaði heimsmeistaratitlinum og varði þar með titilinn frá því í Argentínu fyrir tveimur árum. Kórea endaði samtals á 13 höggum undir pari, Þýskaland varð í öðru sæti á -10. Finnar og Ástralar deildu þriðja sætinu á -9. Ísland lék samtals á 29 höggum yfir pari.
Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi lék best allra í einstaklingskeppninni eða á 14 höggum undir pari vallar – samtals 274 högg á 72 holum. Krista Bakker Finnlandi og Camilla Hedberg frá Spáni komu þar á eftir á á 280 höggum eða 8 högg undir pari.
Ísland deildi 36. sætinu með Tyrklandi, Rússlandi og Austurríki. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði besta árangrinum í íslenska liðinu en hún lék á 8 höggum yfir pari samtals ( 79-70-76-71), Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék samtals á 21 höggum yfir pari (77-72-77-79), Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék samtals á 28 höggum yfir pari vallar ( 79-80-78-79).
Ólafía Þórunn endaði í 54. sæti, Valdís Þóra í 100. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 112. sæti.
Ísland endaði í 36. sæti á HM í golfi kvenna | Kórea varði titilinn

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti