Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum 1. október 2012 11:45 Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. mynd/AP Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent. Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent. Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum. Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent. Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent. Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum. Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent