Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki 2. október 2012 13:23 Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. „Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi. Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07