Kylfingarnir Ólafur Björn Loftsson og Ólafur Már Sigurðsson fóru ekki vel af stað á fyrsta hring á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í gær.
Þeir taka þátt í móti sem fram fer í Englandi. Ólafur Björn lék á 77 höggum en Ólafur Már á 83 höggum. Þeir eru báðir aftarlega á merinni.
Það verður því verk að vinna fyrir drengina að vinna sig upp í efri hlutann.
Birgir Leifur Hafþórsson hefur þegar tryggt sér sæti á öðru stigi úrtökumótanna en hann keppti á Ítalíu um daginn.
