Suzuka hefur framkallað stórkostleg mót Birgir Þór Harðarson skrifar 3. október 2012 17:00 Damon Hill vann sinn eina heimsmeistaratitil í Japan. Til þess þurfti hann að vinna Michael Schumacher, sinn helsta keppinaut, um Suzuka-brautina. mynd/williamsf1 Formúla 1-sirkusinn keppir næst á Suzuka-brautinni í Japan um komandi helgi. Brautin er talin vera ein sú erfiðasta fyrir ökumenn í Formúlu 1 og hefur kappaksturinn þar af leiðandi framkallað mörg undraverð og dramatísk augnablik í sögu Formúlunnar. Blaðamaður Vísis hefur tekið fimm mest dramatísku augnablikin og gerir ráð fyrir að Suzuka-kappaksturinn í ár verði stórfenglegur. 5. Senna gegn ProstFrakkinn Alain Prost og erkifjandi hans Brasilíumaðurinn Ayrton Senna háðu margar baráttur, hlið við hlið um ótal brautir heimsins. Baráttan milli þeirra varð þó aldrei blóðugri en á Suzuka-brautinni árin 1988, 1989 og 1990. Senna kom til Japan árið 1988 og gat tryggt sér heimsmeistaratitilinn með sigri í mótinu. Senna stillti McLaren-bílnum upp á ráspól en drap á vélinni þegar ljósin slokknuðu. Titilvonin varð fyrir vikið mun minni. Ráskaflinn á Suzuka hallar hins vegar niður í móti svo Senna náði að koma bílnum í gang með því að láta hann renna. Brasilíumaðurinn lauk fyrsta hring í áttunda sæti og hóf að vinna sig upp listann. Á 27. hring var hann kominn í annað sætið og dró á Prost sem varð að gefa fyrsta sætið eftir í fyrstu beygju hrings 28. Senna varð fyrir vikið heimsmeistari. 4. Senna kýldi Eddie IrvineEddie Irvine var aldrei talinn vera neitt afskaplega þægur þegar hann ók í Formúlu 1. Hann sagði það sem honum fannst og gerði það sem hann vildi. Eddie Jordan, eigandi og liðstjóri Jordan-liðsins, gaf Irvine sinn fyrsta séns í Formúlu 1 í Japan 1993. Irvine sótti sitt fyrsta stig í Formúlunni í því móti með því að ýta einum útaf brautinni og taka fram úr Ayrton Senna eftir að Senna hafði hringað Jordan-ökuþórinn. Senna var alls ekki sáttur með afhringunina, kvartaði til dómara og spurði hvort það væri löglegt, eins og Senna var von og vísa. Brasilíska goðsögnin bætti þó um betur í þetta skiptið og kýldi Irvine þar sem hann sat á spjalli yfir tebolla í hjólhýsinu sínu eftir kappaksturinn. Irvine getur þó enn motnað sig af þessu. 3. Prost eyðileggur fyrir SennaRéttu ári eftir baráttuna á Suzuka mættu liðsfélagarnir Alain Prost og Ayrton Senna til Japan árið 1989 og aftur í harðri baráttu um titilinn. Staðan var nánast sú sama: Senna þurfti að taka fram úr Prost til að eiga möguleika á titlinum. Í þetta sinn var Prost ekki til dansinn og tók málin í sínar hendur þegar Senna gerði atlögu inn í hlekkinn fyrir ráskaflann. Prost ók inn í hlið Senna og allt leit út eins og báðir yrðu að ljúka keppni. Þegar Prost var staðinn upp úr bílnum og að taka af sér hjálminn gaf Senna brautarstarfsmönnum bendingu um að ýta sér af stað. Senna lauk kappakstrinum í ótrúlegu fyrsta sæti eftir að hafa háð baráttu við Alessandro Nanini. Sigur Senna var hins vegar dæmur ógildur vegna þess að hann stytti sér leið í gegnum hlekkinn þegar honum var ýtt af stað. Prost varð fyrir vikið heimsmeistari. 2. Senna eyðileggur fyrir ProstEnn leið ár og Senna og Prost mættust á ný á Suzuka og háðu baráttu um titilinn. Prost hafði sagt skilið við McLaren í lok árs 1989 og gengið í raðir Ferrari fyrir árið 1990 vegna ósættis við Senna. Strax í ræsingu kemst Prost fram úr Senna fyrir fyrstu beygju. Senna, enn sár eftir ósanngirnina árið áður, þrumar inn í hliðina á rauða Ferrari-bílnum svo báðir verða að ljúka keppni. Þegar rykið sem steig upp úr malargrifjunni er sest er ljóst að Senna var orðinn heimsmeistari með fólskubragðinu. 1. Raikkönen rænir sigrinum á síðasta hringGiancarlo Fisichella var á góðri leið með að sigra japanska kappaksturinn 2005 í Renault-bíl sínum þegar aðeins átti eftir að aka tvo hringi um Suzuka-brautina. Kimi Raikkönen, þá um borð í McLaren-bíl, ræsti kappaksturinn í sautjánda sæti en át gríðarlega hratt af forskoti Fisichella síðustu sex hringina eða svo. Þegar þrír hringir voru eftir skildu aðeins 0,5 sekúntur þá frá hvor öðrum. Allt leit út fyrir að Fisichella myndi vinna mótið. Fisichella varðist árás Raikkönen inn í hlekkinn fræga en varð að fórna hraðanum út úr beygjunni og inn á ráskaflan. Það opnaði örlítinn möguleika fyrir Raikkönen sem hann nýtti. Niður beina kaflan fara þeir, utan ökulínunnar svo rykið þyrlast upp. Rétt fyrir fyrstu beygju í síðasta hring ákveður Raikkönen að smella sér til vinstri og nær mun meiri hraða inn í fyrstu beygju. Raikkönen tók fram úr Fisichella að utanverðu í síðasta hring og vann kappaksturinn á ótrúlegan máta. Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúla 1-sirkusinn keppir næst á Suzuka-brautinni í Japan um komandi helgi. Brautin er talin vera ein sú erfiðasta fyrir ökumenn í Formúlu 1 og hefur kappaksturinn þar af leiðandi framkallað mörg undraverð og dramatísk augnablik í sögu Formúlunnar. Blaðamaður Vísis hefur tekið fimm mest dramatísku augnablikin og gerir ráð fyrir að Suzuka-kappaksturinn í ár verði stórfenglegur. 5. Senna gegn ProstFrakkinn Alain Prost og erkifjandi hans Brasilíumaðurinn Ayrton Senna háðu margar baráttur, hlið við hlið um ótal brautir heimsins. Baráttan milli þeirra varð þó aldrei blóðugri en á Suzuka-brautinni árin 1988, 1989 og 1990. Senna kom til Japan árið 1988 og gat tryggt sér heimsmeistaratitilinn með sigri í mótinu. Senna stillti McLaren-bílnum upp á ráspól en drap á vélinni þegar ljósin slokknuðu. Titilvonin varð fyrir vikið mun minni. Ráskaflinn á Suzuka hallar hins vegar niður í móti svo Senna náði að koma bílnum í gang með því að láta hann renna. Brasilíumaðurinn lauk fyrsta hring í áttunda sæti og hóf að vinna sig upp listann. Á 27. hring var hann kominn í annað sætið og dró á Prost sem varð að gefa fyrsta sætið eftir í fyrstu beygju hrings 28. Senna varð fyrir vikið heimsmeistari. 4. Senna kýldi Eddie IrvineEddie Irvine var aldrei talinn vera neitt afskaplega þægur þegar hann ók í Formúlu 1. Hann sagði það sem honum fannst og gerði það sem hann vildi. Eddie Jordan, eigandi og liðstjóri Jordan-liðsins, gaf Irvine sinn fyrsta séns í Formúlu 1 í Japan 1993. Irvine sótti sitt fyrsta stig í Formúlunni í því móti með því að ýta einum útaf brautinni og taka fram úr Ayrton Senna eftir að Senna hafði hringað Jordan-ökuþórinn. Senna var alls ekki sáttur með afhringunina, kvartaði til dómara og spurði hvort það væri löglegt, eins og Senna var von og vísa. Brasilíska goðsögnin bætti þó um betur í þetta skiptið og kýldi Irvine þar sem hann sat á spjalli yfir tebolla í hjólhýsinu sínu eftir kappaksturinn. Irvine getur þó enn motnað sig af þessu. 3. Prost eyðileggur fyrir SennaRéttu ári eftir baráttuna á Suzuka mættu liðsfélagarnir Alain Prost og Ayrton Senna til Japan árið 1989 og aftur í harðri baráttu um titilinn. Staðan var nánast sú sama: Senna þurfti að taka fram úr Prost til að eiga möguleika á titlinum. Í þetta sinn var Prost ekki til dansinn og tók málin í sínar hendur þegar Senna gerði atlögu inn í hlekkinn fyrir ráskaflann. Prost ók inn í hlið Senna og allt leit út eins og báðir yrðu að ljúka keppni. Þegar Prost var staðinn upp úr bílnum og að taka af sér hjálminn gaf Senna brautarstarfsmönnum bendingu um að ýta sér af stað. Senna lauk kappakstrinum í ótrúlegu fyrsta sæti eftir að hafa háð baráttu við Alessandro Nanini. Sigur Senna var hins vegar dæmur ógildur vegna þess að hann stytti sér leið í gegnum hlekkinn þegar honum var ýtt af stað. Prost varð fyrir vikið heimsmeistari. 2. Senna eyðileggur fyrir ProstEnn leið ár og Senna og Prost mættust á ný á Suzuka og háðu baráttu um titilinn. Prost hafði sagt skilið við McLaren í lok árs 1989 og gengið í raðir Ferrari fyrir árið 1990 vegna ósættis við Senna. Strax í ræsingu kemst Prost fram úr Senna fyrir fyrstu beygju. Senna, enn sár eftir ósanngirnina árið áður, þrumar inn í hliðina á rauða Ferrari-bílnum svo báðir verða að ljúka keppni. Þegar rykið sem steig upp úr malargrifjunni er sest er ljóst að Senna var orðinn heimsmeistari með fólskubragðinu. 1. Raikkönen rænir sigrinum á síðasta hringGiancarlo Fisichella var á góðri leið með að sigra japanska kappaksturinn 2005 í Renault-bíl sínum þegar aðeins átti eftir að aka tvo hringi um Suzuka-brautina. Kimi Raikkönen, þá um borð í McLaren-bíl, ræsti kappaksturinn í sautjánda sæti en át gríðarlega hratt af forskoti Fisichella síðustu sex hringina eða svo. Þegar þrír hringir voru eftir skildu aðeins 0,5 sekúntur þá frá hvor öðrum. Allt leit út fyrir að Fisichella myndi vinna mótið. Fisichella varðist árás Raikkönen inn í hlekkinn fræga en varð að fórna hraðanum út úr beygjunni og inn á ráskaflan. Það opnaði örlítinn möguleika fyrir Raikkönen sem hann nýtti. Niður beina kaflan fara þeir, utan ökulínunnar svo rykið þyrlast upp. Rétt fyrir fyrstu beygju í síðasta hring ákveður Raikkönen að smella sér til vinstri og nær mun meiri hraða inn í fyrstu beygju. Raikkönen tók fram úr Fisichella að utanverðu í síðasta hring og vann kappaksturinn á ótrúlegan máta.
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira