Er betri núna en í upphafi meðgöngu 4. október 2012 10:50 Sunna Jónína Sigurðardóttir var komin nokkrar vikur á leið þegar hún fór að kenna sér meins í mjóbaki. Hún leitaði sér aðstoðar vegna verkjanna hjá lækni og í framhaldi hjá Gáska. "Ég byrjaði hjá einum sjúkraþjálfara sem sendi mig áfram til Sólrúnar Sverrisdóttur sem sérhæfir sig í meinum tengdum meðgöngu og mjaðmagrind. Ég var að vinna í garðyrkjudeildinni í Garðheimum og þurfti oft að lyfta hlutum og bogra svolítið. Hjá Sólrúnu fékk ég góða hjálp við að lina verkina og leiðbeiningar um hvernig væri best fyrir mig að beita mér til að fyrirbyggja vandamál. Í dag er ég komin 30 vikur á leið af mínu öðru barni, en á fyrri meðgöngu var ég ekki eins slæm og ég hef verið núna. Það losnar um öll liðbönd vegna hormónaflæðis tengt meðgöngunni, svo það hefur ýmislegt fleira komið upp á þessum tíma fyrir utan verki í baki; grindargliðnun, sinaskeiðabólga og vöðvabólga. Þar sem ég er ófrísk get ég ekki tekið verkjalyf nema í litlu magni. Sjúkraþjálfunin hefur hins vegar gert það að verkum að ég er betri núna en þegar ég byrjaði en samt komin 30 vikur á leið. Sennilega hefði ég verið óvinnufær eða með skerta vinnugetu ef ég hefði ekki leitað aðstoðar sjúkraþjálfara." Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Sunna Jónína Sigurðardóttir var komin nokkrar vikur á leið þegar hún fór að kenna sér meins í mjóbaki. Hún leitaði sér aðstoðar vegna verkjanna hjá lækni og í framhaldi hjá Gáska. "Ég byrjaði hjá einum sjúkraþjálfara sem sendi mig áfram til Sólrúnar Sverrisdóttur sem sérhæfir sig í meinum tengdum meðgöngu og mjaðmagrind. Ég var að vinna í garðyrkjudeildinni í Garðheimum og þurfti oft að lyfta hlutum og bogra svolítið. Hjá Sólrúnu fékk ég góða hjálp við að lina verkina og leiðbeiningar um hvernig væri best fyrir mig að beita mér til að fyrirbyggja vandamál. Í dag er ég komin 30 vikur á leið af mínu öðru barni, en á fyrri meðgöngu var ég ekki eins slæm og ég hef verið núna. Það losnar um öll liðbönd vegna hormónaflæðis tengt meðgöngunni, svo það hefur ýmislegt fleira komið upp á þessum tíma fyrir utan verki í baki; grindargliðnun, sinaskeiðabólga og vöðvabólga. Þar sem ég er ófrísk get ég ekki tekið verkjalyf nema í litlu magni. Sjúkraþjálfunin hefur hins vegar gert það að verkum að ég er betri núna en þegar ég byrjaði en samt komin 30 vikur á leið. Sennilega hefði ég verið óvinnufær eða með skerta vinnugetu ef ég hefði ekki leitað aðstoðar sjúkraþjálfara."
Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira