Vinnufær og sef á nóttunni 4. október 2012 10:55 Hjörtur Arnar Óskarsson fékk svokallaða kalkmyndun á bein, vöðva og sinar í öxl sem leiddi til þess að öxlin á honum festist. "Ég gat ekkert hreyft öxlina og átti orðið erfitt með svefn. Ef ég velti mér á hliðina í svefni þá vaknaði ég við gríðarlegan sársauka. Ég var frá vinnu í þrjá mánuði og var á sterkum verkjalyfjum. Allt stefndi í að ég þyrfti að leggjast á skurðarborðið þegar ég hóf sjúkraþjálfun hjá Ragnari Hermannssyni í Gáska. Hann teygði mig og togaði og nuddaði og lét mig gera fullt af æfingum þrjá daga í viku. Þessu fylgdi óbærilegur sársauki. Batinn lét hins vegar á sér standa og ég var alveg við það að gefast upp. Ragnar gafst hins vegar ekki upp og hvatti mig áfram og að lokum fór ég að finna fyrir breytingu. Sjúkraþjálfunin gerði það að verkum að ég þarf vonandi ekki á aðgerð á öxlinni að halda og ég get sofið á nóttunni og unnið á daginn. Verkirnir eru sáralitlir miðað við það sem var svo ég hef ekki þörf fyrir verkjalyfin lengur." Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Hjörtur Arnar Óskarsson fékk svokallaða kalkmyndun á bein, vöðva og sinar í öxl sem leiddi til þess að öxlin á honum festist. "Ég gat ekkert hreyft öxlina og átti orðið erfitt með svefn. Ef ég velti mér á hliðina í svefni þá vaknaði ég við gríðarlegan sársauka. Ég var frá vinnu í þrjá mánuði og var á sterkum verkjalyfjum. Allt stefndi í að ég þyrfti að leggjast á skurðarborðið þegar ég hóf sjúkraþjálfun hjá Ragnari Hermannssyni í Gáska. Hann teygði mig og togaði og nuddaði og lét mig gera fullt af æfingum þrjá daga í viku. Þessu fylgdi óbærilegur sársauki. Batinn lét hins vegar á sér standa og ég var alveg við það að gefast upp. Ragnar gafst hins vegar ekki upp og hvatti mig áfram og að lokum fór ég að finna fyrir breytingu. Sjúkraþjálfunin gerði það að verkum að ég þarf vonandi ekki á aðgerð á öxlinni að halda og ég get sofið á nóttunni og unnið á daginn. Verkirnir eru sáralitlir miðað við það sem var svo ég hef ekki þörf fyrir verkjalyfin lengur."
Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira