Bitur Barrichello: Reynsluleysi skaðar Williams Birgir Þór Harðarson skrifar 5. október 2012 15:15 Barrichello (til vinstri) þrufti að víkja fyrir Bruno Senna (til hægri) hjá Williams fyrir tímabilið í ár. nordicphotos/AFP Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Hann segir að reynsluleysi ökuþóra liðsins í ár sé að koma niður á getu þess. Williams hefur þurft að ganga í gegnum hvert svekkelsið á fætur öðru síðan Pastor Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í maí. Síðan þá hefur Maldonado ekki fengið stig. "Sannleikurinn er sá að bíllinn þeirra er mjög góður," sagði Barrichello við brasilíska útvarpstöð. "Williams hefur smíðað mun betri bíl en ég hafði í fyrra og hafa staðið sig ótrúlega vel." "Það er samt skömm af þessu því ég held að þeir gætu verið betri og verið með tvöföld þau stig sem Williams hefu núna. Þetta gerist auðvitað af því að liðið er með óreynda ökumenn. Þeir eru kannski fljótir en vita ekki hvernig á að nýta búnaðinn sem stendur þeim til boða." Barrichello hefur ekið flest mót í Formúlu 1 af öllum ökumönnum í heiminum eða 322 mót. Hann keppir nú í Bandaríkjunum. Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Hann segir að reynsluleysi ökuþóra liðsins í ár sé að koma niður á getu þess. Williams hefur þurft að ganga í gegnum hvert svekkelsið á fætur öðru síðan Pastor Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í maí. Síðan þá hefur Maldonado ekki fengið stig. "Sannleikurinn er sá að bíllinn þeirra er mjög góður," sagði Barrichello við brasilíska útvarpstöð. "Williams hefur smíðað mun betri bíl en ég hafði í fyrra og hafa staðið sig ótrúlega vel." "Það er samt skömm af þessu því ég held að þeir gætu verið betri og verið með tvöföld þau stig sem Williams hefu núna. Þetta gerist auðvitað af því að liðið er með óreynda ökumenn. Þeir eru kannski fljótir en vita ekki hvernig á að nýta búnaðinn sem stendur þeim til boða." Barrichello hefur ekið flest mót í Formúlu 1 af öllum ökumönnum í heiminum eða 322 mót. Hann keppir nú í Bandaríkjunum.
Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira