Norrköping tapaði 2-0 á útivelli á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Malmö komst fyrir vikið upp að hlið Elfsborg á toppi deildarinnar.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn í framlínu Norrköping en tókst ekki að skora eins og í síðustu leikjum.
Gunnar Heiðar var búinn að skora fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar.
Malmö stoppaði Gunnar Heiðar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
