Loeb tryggði sér titilinn í níunda sinn Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 22:30 Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira