Loeb tryggði sér titilinn í níunda sinn Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 22:30 Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi. Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi.
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira