Button: Grosjean þarf að taka sig á Birgir Þór Harðarson skrifar 8. október 2012 23:00 Grosjean veit að hann þarf að vanda sig en svo virðist sem að hann bara geti það ekki. nordicphotos/afp Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar. Formúla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar.
Formúla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira