Evrópa hélt Ryder-bikarnum eftir ótrúlega endurkomu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2012 22:34 Kaymer fagnar púttinu sínu á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt." Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt."
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira