Hamilton talinn líklegastur í Singapúr Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 15:30 Hamilton er vinsæll meðal liðsmanna McLaren. Hann er einnig talinn sigurstranglegastur. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira