Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Þór Guðgeirsson í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu sem hann hafði ætlað að kaupa vændi af. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir sama brot. Brotið var framið í september 2009.
Samkvæmt lýsingu á atburðum kom Stefán Þór í íbúð konunnar og bað hana um kynlífsgreiða. Hún neitaði og kvaðst vera þreytt. Hann mun þá hafa nauðgað henni. Í dómi Hæstaréttar er hann bæði fundinn sekur um að hafa reynt að kaupa vændisþjónustu en líka að hafa þröngvað konunni með líkamlegu ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka, slegið hana í læri, sprautað úr slökkvitæki yfir hana og hótað henni að svipta hana vegabréfi hennar.
Árið 2007 var Stefán Þór dæmdur í 21 mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi í Nordhom í Þýskalandi. Hann var því á skilorði þegar hann braut af sér.
Í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og tilraun til vændiskaupa

Tengdar fréttir

Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða
Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun.

Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun og rán
Þrítugur karlmaður, Stefán Þór Guðgeirsson, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga konu og ræna hana.

,,Þetta er fangelsi sem er fullt af fíklum og ef það er vilji, þá er leið“
Ríkharður Ríkharðsson refsifangi segir mun minni neyslu á Litla Hrauni en í fangelsum víða erlendis. Erfitt sé að koma í veg neyslu í fangelsinu. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á Litla Hrauni á síðustu tíu árum en alltaf megi gera betur.