iPhone 5 kemur í búðir í dag - Þjóðverji segir símann betri en kynlíf 21. september 2012 12:58 Þessi mynd var tekin fyrir utan Apple-búðina í Munchen í Þýskalandi í morgun. mynd/afp Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar. Tækni Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar.
Tækni Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira