Margir virðast hafa áhuga á nýjustu græju Apple, iPhone 5, þeirra á meðal japanskir bófar, því nú lítur út fyrir að verslanir í Japan hafi verið rændar stuttu áður en síminn átti að koma í almenna sölu. Ránsfengurinn er talin um 100 þúsund dollara virði, eða rúmlega 12 milljóna króna.
iPhone 5 er um þessar mundir að komast í sölu víðsvegar í heiminum og verslanir búa sig undir mikla ásókn. Það voru þrjár verslanir í borginni Osaka í Japan sem voru rændar og tæplega 200 símum stolið.
Ránin hafa ekki verið upplýst og ekki er vitað hvort ránin tengdust. Eins og stendur lítur því út fyrir að japanskir neytendur geti komist yfir græjuna eftirsóttu á svörtum markaði á næstu dögum.
Frá þessu er greint hér.
Þjófar komust fyrstir í iPhone 5 í Japan
BBI skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent


Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf