Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mörk fyrir Norrköping í 2-2 jafntefli á móti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Gunnar Heiðar tryggði sínum mönnum stig með því að skora jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.
AIK komst tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Heiðar jafnaði í bæði skiptin, fyrst á 72. mínútu og svo aftur á 87. mínútu eftir AIK-liðið hafði komist yfir þremur mínútum áður.
IFK Norrköping er í 6. sæti eftir þetta jafntefli með jafnmörg stig og Helsingborg en lakari markatölu.
Gunnar Heiðar hefur skorað 11 mörk í 23 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er í hópi markahæstu manna.
Gunnar Heiðar með tvö mörk fyrir Norrköping
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
