Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu átta af níu mörkum Avaldsnes í dag í 9-1 stórsigri á Kongsvinger í norsku b-deildinni. Kristín Ýr skoraði fimm markanna.
Hólmfríður skoraði tvö fyrstu mörk Avaldsnes í leiknum og var búin að innsigla þrennu sína eftir hálftíma leik.
Kristín Ýr skoraði þriðja mark Avaldsnes og setti síðan þrjú mörk á níu mínútna kafla í kringum hálfleikinn. Fimmta mark Kristínar kom síðan þrettán mínútum fyrir leikslok.
Hólmfríður hefur nú skorað 22 mörk í 16 leikjum en Kristín Ýr er með 20 mörk í 16 leikjum. Þetta var tíundu leikurinn í sumar þar sem þær eru báðar á skotskónum.
Kristin Ýr skoraði fimm mörk og Hólmfríður var með þrjú í stórsigri Avaldsnes
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti

Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla
Íslenski boltinn


