Soros segir Þjóðverjum að hrökkva eða stökkva 10. september 2012 10:59 Hinn þekkti fjárfestir George Soros segir að annaðhvort verði Þjóðverjar sjálfir að yfirgefa evrusvæðið eða sjá til þess að veikari þjóðirnar innan svæðisins fái þá aðstoð sem þær þurfa. Þetta kemur fram í grein sem Soros skrifar á heimasíðu sína en margir fjölmiðlar hafa vitnað í hana um helgina. Soros segir að Evrópa horfi fram á langa kreppu ef þjóðirnar í suðurhluta evrusvæðisins (Grikkland. Ítalía, Spánn og Portúgal) fái ekki svigrúm til að vaxa út úr erfiðleikum sínum. Þetta verði best gert með frekari afléttingu á skuldabyrði þessara þjóða og því að Þjóðverjar láti af óbilgjörnum kröfum sínum um stöðugt meira aðhald hjá þeim í opinberum fjármálum sínum. „Þýskalandi á annaðhvort að vera forystuþjóðin í að þróa vaxtarstefnu, pólitíska sameiningu og jöfnun skuldabyrðarinnar og sætta sig við kostnaðinn af slíku eða yfirgefa evrusambandið í góðu samkomulagi við hinar þjóðirnar," segir Soros í samtali við Reuters um greinina á heimasíðu sinni. Soros telur að ef Þjóðverjar yfirgefi evrusvæðið muni evran verða „mýkri" gjaldmiðill undir forystu Frakka og sem slík myndi sú evra aðstoða fyrrgreindar þjóðir við að minnka innflutning sinn og auka útflutningstekjurnar á móti. Soros telur að miðað við núverandi stöðu séu allar líkur á að kreppan á evrusvæðinu standi í fimm til tíu ár í viðbót. Soros mun viðra þessar skoðanir sínar í ræðu sem hann heldur í Berlín í dag en yfirskrift þeirrar ræðu er "Harmleikur Evrópusambandsins". Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn þekkti fjárfestir George Soros segir að annaðhvort verði Þjóðverjar sjálfir að yfirgefa evrusvæðið eða sjá til þess að veikari þjóðirnar innan svæðisins fái þá aðstoð sem þær þurfa. Þetta kemur fram í grein sem Soros skrifar á heimasíðu sína en margir fjölmiðlar hafa vitnað í hana um helgina. Soros segir að Evrópa horfi fram á langa kreppu ef þjóðirnar í suðurhluta evrusvæðisins (Grikkland. Ítalía, Spánn og Portúgal) fái ekki svigrúm til að vaxa út úr erfiðleikum sínum. Þetta verði best gert með frekari afléttingu á skuldabyrði þessara þjóða og því að Þjóðverjar láti af óbilgjörnum kröfum sínum um stöðugt meira aðhald hjá þeim í opinberum fjármálum sínum. „Þýskalandi á annaðhvort að vera forystuþjóðin í að þróa vaxtarstefnu, pólitíska sameiningu og jöfnun skuldabyrðarinnar og sætta sig við kostnaðinn af slíku eða yfirgefa evrusambandið í góðu samkomulagi við hinar þjóðirnar," segir Soros í samtali við Reuters um greinina á heimasíðu sinni. Soros telur að ef Þjóðverjar yfirgefi evrusvæðið muni evran verða „mýkri" gjaldmiðill undir forystu Frakka og sem slík myndi sú evra aðstoða fyrrgreindar þjóðir við að minnka innflutning sinn og auka útflutningstekjurnar á móti. Soros telur að miðað við núverandi stöðu séu allar líkur á að kreppan á evrusvæðinu standi í fimm til tíu ár í viðbót. Soros mun viðra þessar skoðanir sínar í ræðu sem hann heldur í Berlín í dag en yfirskrift þeirrar ræðu er "Harmleikur Evrópusambandsins".
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent