Sigurjón Kjartansson: Eins og að selja osta til Sviss Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2012 11:47 Sigurjón Kjartansson er ákaflega ánægður með söluna. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður. Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður.
Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira