Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa um það bil ár til þess að ná betri tökum á ríkisfjármálunum annars mun Moody's lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr hæstu einkunn, AAA. Frá þessu er greint á vefsíðu fagtímaritsins Forbes í dag, og er þar vitnað til greiningar frá Moody's. Í henni kemur fram að ef raunhæf áætlun um hvernig megi minnka fjárlagahallann og lækka skuldir ríkissjóðs landsins, verður ekki samþykkt og hrint í framkvæmd fyrir lok næsta árs, þá muni Moody's lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
Vaxtaálag á tíu ára ríkisskuldabréfa Bandaríkjanna er 1,69 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins.
Sjá má umfjöllun Forbes um mat Moody's hér.
Ár til stefnu fyrir stjórnvöld annars lækkar lánshæfiseinkunnin

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent


Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent
