Moody´s heldur lánshæfiseinkunn FIH bankans í ruslflokki 12. september 2012 06:49 Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokki. Slíkt eykur ekki líkurnar á að Seðlabanki Íslands endurheimti það sem eftir stendur af sölunni á FIH fyrir tveimur árum síðan. Eins og oft hefur komið fram seldi Seðlabankinn FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra króna. Seðlabankinn fékk FIH bankann í hendur sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings korteri áður en Kaupþing fór í þrot haustið 2008. Tæpir 2 milljarðar danskra króna af verðinu voru staðgreiddir en afgangurinn var seljendalán sem er háð gengi FIH bankans til ársloka 2014. Það er skemmst frá því að segja að gengi FIH hefur verið afleitt síðan og er bankinn þegar búinn að afskrifa um 70% af seljendaláninu miðað við ársreikning sinn fyrir árið í fyrra. Í áliti Moody´s segir að þótt FIH bankanum hafi tekist að koma yfir 12 milljörðum danskra króna af fasteignalánum úr sínu bókhaldi og yfir í Bankasýslu Danmerkur séu útlitið ennþá dökkt fyrir bankann. Bjarne Graven bankastjóri FIH segir í samtali við börsen að Moody´s líti almennt neikvæðum augum á danska bankakerfið. Í því sambandi sjái Moody´s aðeins holurnar í ostinum. Graven segir að hlutverk stjórnar bankans sé nú að sýna að hann sé á réttri braut. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokki. Slíkt eykur ekki líkurnar á að Seðlabanki Íslands endurheimti það sem eftir stendur af sölunni á FIH fyrir tveimur árum síðan. Eins og oft hefur komið fram seldi Seðlabankinn FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra króna. Seðlabankinn fékk FIH bankann í hendur sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings korteri áður en Kaupþing fór í þrot haustið 2008. Tæpir 2 milljarðar danskra króna af verðinu voru staðgreiddir en afgangurinn var seljendalán sem er háð gengi FIH bankans til ársloka 2014. Það er skemmst frá því að segja að gengi FIH hefur verið afleitt síðan og er bankinn þegar búinn að afskrifa um 70% af seljendaláninu miðað við ársreikning sinn fyrir árið í fyrra. Í áliti Moody´s segir að þótt FIH bankanum hafi tekist að koma yfir 12 milljörðum danskra króna af fasteignalánum úr sínu bókhaldi og yfir í Bankasýslu Danmerkur séu útlitið ennþá dökkt fyrir bankann. Bjarne Graven bankastjóri FIH segir í samtali við börsen að Moody´s líti almennt neikvæðum augum á danska bankakerfið. Í því sambandi sjái Moody´s aðeins holurnar í ostinum. Graven segir að hlutverk stjórnar bankans sé nú að sýna að hann sé á réttri braut.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira