iPhone 5 kominn út- Lengri, léttari og þynnri 12. september 2012 18:26 Frá kynningunni í dag mynd/cnet „Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone-símanum og nefnist sá sími einfaldlega iPhone 5. Síminn er töluvert frábrugðinn síðustu útgáfunni, 4S. iPhone 5 er 20 prósent þynnri, 18 prósent léttari, eða 112 grömm. „Hann er tvöfalt hraðari en 4S síminn. Hann er með 4G, betri grafík, sambærilega grafík og leikjatölvur eru með í dag. Það er ný myndavél, miklu betri. Þá eru þeir komnir með nýjan eiginleika sem heitir Panorama, sem býður upp á að taka Panorama-myndir á afar nákvæman hátt með allt að 28 megapixlum," segir Björgvin. Þá er skjárinn stærri eða 4 tommur í staðinn fyrir 3,5 tommur eins og er á 4S. „Síminn er ekki breiðari heldur lengri. Betri rafhlöðuending þó hann sé léttari og þynnri. 40 prósent betri litadýpt og með nákvæmustu snertitækni sem fyrir finnst á markaðnum í dag." Þá er síminn alfarið úr áli og gleri. „Þetta er eini síminn sinnar tegundar sem er framleiddur á þann hátt. Það gerir hann svo léttan líka." Nána er hægt að lesa um símann hér. Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone-símanum og nefnist sá sími einfaldlega iPhone 5. Síminn er töluvert frábrugðinn síðustu útgáfunni, 4S. iPhone 5 er 20 prósent þynnri, 18 prósent léttari, eða 112 grömm. „Hann er tvöfalt hraðari en 4S síminn. Hann er með 4G, betri grafík, sambærilega grafík og leikjatölvur eru með í dag. Það er ný myndavél, miklu betri. Þá eru þeir komnir með nýjan eiginleika sem heitir Panorama, sem býður upp á að taka Panorama-myndir á afar nákvæman hátt með allt að 28 megapixlum," segir Björgvin. Þá er skjárinn stærri eða 4 tommur í staðinn fyrir 3,5 tommur eins og er á 4S. „Síminn er ekki breiðari heldur lengri. Betri rafhlöðuending þó hann sé léttari og þynnri. 40 prósent betri litadýpt og með nákvæmustu snertitækni sem fyrir finnst á markaðnum í dag." Þá er síminn alfarið úr áli og gleri. „Þetta er eini síminn sinnar tegundar sem er framleiddur á þann hátt. Það gerir hann svo léttan líka." Nána er hægt að lesa um símann hér.
Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira