Nýjasti snjallsími Apple, iPhone 5, leit dagsins ljós í gær. En afhjúpun Apple boðaði einnig endalok hvers einasta aukahlutar sem viðskiptavinir Apple hafa keypt fyrir raftæki sín.
Héðan í frá munu vörur Apple, þar á meðal iPhone, iPod og iPod Touch, búa yfir nýrri og endurbættri tengibraut. Því miður er þetta nýja tengi margfalt minna en á fyrri kynslóðum.
Þetta þýðir að þeir sem bíða í ofvæni eftir að klófesta iPhone 5 neyðast til að kaupa millitengi til að nota eldri aukahluti.
Sérfræðingar og neytendur virðast þó ekki vera hrifnir af millitenginu. Það þykir bæði ljótt og dýrt en það kostar tæpa þrjátíu dollar eða það sem nemur 3.600 íslenskum krónum.
Millitengi fyrir vörur Apple dýrt og ljótt

Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent