Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar, Kiljan, fer í loftið innan skamms á RÚV. Persónur og leikendur verða þó aðrir en verið hefur.
Egill sagði frá því á heimasíðu sinni í dag að Páll Baldvin Baldvinsson kveður skjáinn eftir fjögurra ára þjónustu. „Auðvitað er söknuður í honum," segir Egill. Kolbrún Bergþórsdóttir verður hins vegar áfram.
Egill býður hins vegar fimm ný andlit velkomin á skjáinn. Það verða þau Eiríkur Guðmundsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Friðrika Benónýs, Þröstur Helgason og Sigurður G. Valgeirsson. Þau munu skiptast á að velta vöngum yfir bókum í sjónvarpssal.
