OB Odense byrjar ekki vel án landsliðsmannsins Rúriks Gíslasonar sem félagið seldi á dögunum til danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar. Rúrik tryggði OB 2-2 jafntefli á móti FCK í sínum síðasta leik með OB en hann var fjarri góðu gamni í kvöld þegar OB-liðið heimsótti botnlið Esbjerg.
Esbjerg var ekki búið að vinna leik í fyrstu sjö umferðunum og var með 11 stigum minna en OB-liðið sem var átta sætum ofar í töflunni.
Martin Braithwaite kom Esbjerg í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 35 mínútum leiksins og Jesper Lange skoraði síðan þriðja markið á 62. mínútu.
Arnór Smárason var ekki með Esbjerg í leiknum í dag en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli. Samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins styttist þó í endurkomu Arnórs í liðið.
OB steinlá fyrir botnliðinu í fyrsta leiknum án Rúriks
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn