Cristiano Ronaldo var hetja Real Madrid sem vann ótrúlegan 3-2 sigur á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Öll mörk leiksins komu á síðustu 25 mínútum leiksins. Varamaðurinn Edin Dzeko kom City yfir áður en Marcelo jafnaði metin með glæsilegu skoti.
Alexander Kolarov kom svo City aftur yfir með marki beint úr aukaspyrnu þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. En þá settu heimamenn, sem höfðu verið mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum, í fluggírinn og skoruðu tvívegis á lokamínútunum.
Fyrst Karim Benzema með flottu skoti á vítateigslínunni og svo var komið að sjálfum Cristiano Ronaldo sem skoraði með lúmsku skoti á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Leikurinn var frábær skemmtun, sérstaklega síðari hálfleikur. Madrídingar voru með algera yfirburði í fyrri hálfleik en án þess þó að skora. Það var meira jafnvægi í leiknum í síðari hálfleik en hann galopnaðist svo þegar að fyrsta markið leit loksins dagsins ljós.
Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.
Real lenti tvívegis undir en vann samt
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn