Smásölurisinn Inditex, sem meðal annars á vörumerkið Zöru, hagnaðist um 944 milljónir evra, eða 149 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 32 prósent milli ára, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið. Indetex rekur 5.693 verslanir í 85 löndum, en á fyrstu sex mánuðum ársins opnaði félagið 166 nýjar verslanir.
Sjá má frétt BBC um rekstur Inditex hér.
Gríðarlegur hagnaður hjá eiganda Zöru
