Rokksöngvarinn Liam Gallagher er harður aðdáandi Man. City og hann lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í gær. Þar sat Liam með félögum sínum innan um stuðningsmenn Real Madrid. Eins og við mátti búast gerði hann allt brjálað í stúkunni.
Þegar Edin Dzeko kom City yfir í leiknum fagnaði Liam eins og óður maður. Hljóp upp og niður tröppurnar og kyssti öryggisvörð. Stuðningsmenn Real höfðu lítt gaman af þessum tilburðum.
Er Real komst aftur inn í leikinn brjálaðist Liam og yfirgaf svæðið. Hann missti af síðustu þrem mörkum leiksins.
Einhverjar sögusagnir voru um að Liam hefði verið kastað út af vellinum en þær eiga víst ekki við rök að styðjast. Hann einfaldlega fór.
"Bið að heilsa Liam. Vonandi klárar hann leikinn næst og fagnar svo með okkur," sagði Dzeko á Twitter eftir leikinn.
Liam gerði allt vitlaust í stúkunni á Bernabeau

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn



Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn




Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn