Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 29-23 | Meistarakeppni HSÍ Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesinu skrifar 19. september 2012 19:30 Íslandsmeistarar og fallkandídatar HK blésu á allar spár með því að sigra Íslandsmeistaraefnum Hauka 29-23 í Meistarakeppni HSí í kvöld. HK var yfir allan seinni hálfleikinn og vann verðskuldaðan sigur með því að skora sjö af átta síðustu mörkum leiksins. Haukar byrjuðu leikinn betur og eftir 13 mínútna leik voru Haukar yfir 7-3 og Kristinn Guðmundsson tók leikhlé. HK er spáð falli í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í N1 deildinni og Haukum Íslandsmeistaratitlinum. Sú spá leit eðlilega út fyrstu 13 mínúturnar en svo ekki söguna meir. HK sýndi vörnina sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn í vor og jöfnuðu metin fyrir hálfleik 12-12. Haukar mættu hálf sofandi til leiks í seinni hálfeik og HK gekk á lagið með því að ná þriggja marka forystu 16-13. HK hélt frumkvæðinu lengi vel en Haukar náðu góðum leikkafla þegar um korter var eftir af leiknum og staðan 21-17 HK í vil. Haukar lokuðu vörninni og jöfnuðu metin í 22-22 þegar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið byggja á sterkum varnarleik og hraðaupphlaupum og það fékk HK síðustu mínútur leiksins. Liðið skoraði sex mörk í röð og vann sanngjarnan sex marka sigur. Íslandsmeistararnir notuðu fyrsta tækifæri til að gefa áður nefndri spá langt nef og sýndu að þó þeir hafi misst lykilmenn fyrir tímabilið er sterkur kjarni enn í liðinu og þá ekki síst þeirra bestu varnarmenn, auk markvarðanna sem stálu senunni í úrslitakeppninni í vor. Haukar eru með sterkt lið en eins og sjá mátti í kvöld er liðið ekki ósigrani og þá síst þegar eldmóðinn virðist vanta í leikmenn liðsins. Kristinn: Er ekki kominn á neitt flug„Ég er mjög ánægður með fyrstu viðbrögð minna manni við spánni í dag. Við skulum samt ekki gleyma því að þessi leikur er alvöru æfingaleikur, hann er ekkert meira en það. Við fengum hérna dollu til að setja upp í Digranes og það er gaman að því og þó ég sé mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu þá er ég ekki kominn á neitt flug," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við vissum hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Það eru tvær leiðir til að spila á móti Haukum. Það er að hræðast Hauka og liggja til baka og láta þá taka frumkvæði í öllum aðgerðum og þá stein liggur þú, ég hef gert það nokkrum sinnum áður. Ég hef líka farið hina leiðina sem er að taka frumkvæðið og bregðast við því sem verið er að gera og þá geta þeir lent í bullandi vandræðum því þeir eru ekki fullkomnir frekar en aðrir. Þó þeir séu langbesta liðið á Íslandi," sagði glettinn Kristinn sem kann greinilega vel við þá pressu sem sett hefur verið á Hauka í aðdraganda tímabilsins. „Ég er með vörnina og ég er með markverðina. Björn Ingi var reyndar ekki hér í dag þar sem hann er í útlöndum en hann verður með okkur í vetur líka. Arnór var ofboðslega flottur og heldur áfram frá þeim stað sem hann var. Maður þarf alltaf að kvíða sem þjálfari og ég kvíði leiknum á móti Val en ég hlakka líka rosalega mikið til hans. Hver einasti leikur í deildinni verður svona, þar sem þú þarft að vera tilbúinn og þarft að vera búinn að vinna heimavinnuna þína og það þarf allt að ganga upp. „Ég fékk mikið frá mörgum strákum hér í kvöld sem hafa verið að gera fína hluti í æfingaleikjum og þó það komi þægilega á óvart að sjá Garðar Svansson éta þá trekk í trekk sóknarlega. Þetta er það sem ég hef verið að horfa til hans. Vonandi nær hann að halda áfram með þetta. Það hafa margir æft vel en við höfum átt við mikil meiðsli að stríða og við munum þétta okkur meira því við vitum að dagurinn í dag er ekki dagurinn má mánudaginn," sagði Kristinn en N1 deildin hefst á mánudaginn þar sem HK mætir Val. Aron: Menn ættu nú að sjá raunveruleikann„Þetta var lélegt. Það er búið að reyna að ljúga að mönnum að þeir séu einhverjir heimsmeistarar núna í nokkrar vikur og menn eru farnir að trúa því að þeir þurfi ekki að leggja sig fram. Það gengur ekki svoleiðis. Við náðum árangri fyrst og fremst í fyrra af því að við börðumst eins og ljón. Vorum skipulagðir í vörn og gerðum fá mistök. Við vorum agaðir sóknarlega,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld og bætti við að þessa þætti vantaði alla í leik liðsins í kvöld. „Það vantaði upp á þessi klækindi. Við náðum þriggja marka forystu tvisvar í fyrri hálfleik og við þurfum að hafa fyrir því að ná þessari forystu en við hendum henni í burtu með óklóku spili, látum reka okkur útaf að óþörfu og gerum mjög klaufaleg mistök. Þá komast þeir inn í leikinn aftur og það er jafnt í hálfleik. „Það er til skammar hvernig við byrjum seinni hálfleik. Menn klikka á færum og það sem verra var er að menn létu taka sig í vörninni steinsofandi. Við fáum okkur þrjú mörk í röð á okkar hægri skyttu. Það var erfitt. Það vantaði líka þessa ógnun utan af velli. Það voru ekki nógu margir að spila nægjanlega vel í skyttustöðunum fyrir utan. „Við erum auðvitað án nokkurra lykilmanna sem gerði það að verkum að við vorum aðeins öðruvísi varnarlega en við eigum að vera. Varnarleikurinn var mjög slappur. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik. Það var vitað mál að við værum stutt á veg komnir, sóknarlega þ.e.a.s. Við erum komnir miklu lengra en þetta sem við sýndum varnarlega. Það snýst auvitað fyrst og fremst um að leggja sig fram og leika af einbeitingu. Ég hef ekki áhyggjur af að það komi ekki,“ sagði Aron sem hefur meiri áhyggjur af sóknarleiknum en varnarleiknum. Hann segir enga lausn vera í því að bíða eftir Sigurbergi Sveinssyni sem er meiddur í upphafi móts. „Það er ekkert í boði að bíða eftir honum. Þetta er sama vandamál og í fyrra. Við áttum leiki inn á milli sem voru fínir en við þurfum meira framlag frá leikmönnunum fyrir utan. Þeir þurfa að vera beittari og hlaupa betur í leikaðferðirnar. Það snýst mikið um leikskilning. „Menn ættu með þessi tapi að sjá raunveruleikan með augunum. Ég hef verið að segja mönnum það að við séum með sterkt lið, þétt lið en við erum ekki með neitt yfirburða lið. Við misstum nokkra leikmenn frá okkur sem voru að gera ágætis hluti eins og Heimi Óla sem stóð sig mjög vel í fyrra og Birki Ívar sem er sterkur karakter í hópnum og góður markmaður. Við fáum stráka heim sem hafa verið að deila stöðum með öðrum í úrvalsdeild eða annarri deild og þetta er góð viðbót fyrir okkur en við vorum ekkert að kaupa fimm atvinnumenn. Við fengum stráka heim sem eru komnir hingað heim til að vinna og skapa sér líf,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslandsmeistarar og fallkandídatar HK blésu á allar spár með því að sigra Íslandsmeistaraefnum Hauka 29-23 í Meistarakeppni HSí í kvöld. HK var yfir allan seinni hálfleikinn og vann verðskuldaðan sigur með því að skora sjö af átta síðustu mörkum leiksins. Haukar byrjuðu leikinn betur og eftir 13 mínútna leik voru Haukar yfir 7-3 og Kristinn Guðmundsson tók leikhlé. HK er spáð falli í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í N1 deildinni og Haukum Íslandsmeistaratitlinum. Sú spá leit eðlilega út fyrstu 13 mínúturnar en svo ekki söguna meir. HK sýndi vörnina sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn í vor og jöfnuðu metin fyrir hálfleik 12-12. Haukar mættu hálf sofandi til leiks í seinni hálfeik og HK gekk á lagið með því að ná þriggja marka forystu 16-13. HK hélt frumkvæðinu lengi vel en Haukar náðu góðum leikkafla þegar um korter var eftir af leiknum og staðan 21-17 HK í vil. Haukar lokuðu vörninni og jöfnuðu metin í 22-22 þegar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið byggja á sterkum varnarleik og hraðaupphlaupum og það fékk HK síðustu mínútur leiksins. Liðið skoraði sex mörk í röð og vann sanngjarnan sex marka sigur. Íslandsmeistararnir notuðu fyrsta tækifæri til að gefa áður nefndri spá langt nef og sýndu að þó þeir hafi misst lykilmenn fyrir tímabilið er sterkur kjarni enn í liðinu og þá ekki síst þeirra bestu varnarmenn, auk markvarðanna sem stálu senunni í úrslitakeppninni í vor. Haukar eru með sterkt lið en eins og sjá mátti í kvöld er liðið ekki ósigrani og þá síst þegar eldmóðinn virðist vanta í leikmenn liðsins. Kristinn: Er ekki kominn á neitt flug„Ég er mjög ánægður með fyrstu viðbrögð minna manni við spánni í dag. Við skulum samt ekki gleyma því að þessi leikur er alvöru æfingaleikur, hann er ekkert meira en það. Við fengum hérna dollu til að setja upp í Digranes og það er gaman að því og þó ég sé mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu þá er ég ekki kominn á neitt flug," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við vissum hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Það eru tvær leiðir til að spila á móti Haukum. Það er að hræðast Hauka og liggja til baka og láta þá taka frumkvæði í öllum aðgerðum og þá stein liggur þú, ég hef gert það nokkrum sinnum áður. Ég hef líka farið hina leiðina sem er að taka frumkvæðið og bregðast við því sem verið er að gera og þá geta þeir lent í bullandi vandræðum því þeir eru ekki fullkomnir frekar en aðrir. Þó þeir séu langbesta liðið á Íslandi," sagði glettinn Kristinn sem kann greinilega vel við þá pressu sem sett hefur verið á Hauka í aðdraganda tímabilsins. „Ég er með vörnina og ég er með markverðina. Björn Ingi var reyndar ekki hér í dag þar sem hann er í útlöndum en hann verður með okkur í vetur líka. Arnór var ofboðslega flottur og heldur áfram frá þeim stað sem hann var. Maður þarf alltaf að kvíða sem þjálfari og ég kvíði leiknum á móti Val en ég hlakka líka rosalega mikið til hans. Hver einasti leikur í deildinni verður svona, þar sem þú þarft að vera tilbúinn og þarft að vera búinn að vinna heimavinnuna þína og það þarf allt að ganga upp. „Ég fékk mikið frá mörgum strákum hér í kvöld sem hafa verið að gera fína hluti í æfingaleikjum og þó það komi þægilega á óvart að sjá Garðar Svansson éta þá trekk í trekk sóknarlega. Þetta er það sem ég hef verið að horfa til hans. Vonandi nær hann að halda áfram með þetta. Það hafa margir æft vel en við höfum átt við mikil meiðsli að stríða og við munum þétta okkur meira því við vitum að dagurinn í dag er ekki dagurinn má mánudaginn," sagði Kristinn en N1 deildin hefst á mánudaginn þar sem HK mætir Val. Aron: Menn ættu nú að sjá raunveruleikann„Þetta var lélegt. Það er búið að reyna að ljúga að mönnum að þeir séu einhverjir heimsmeistarar núna í nokkrar vikur og menn eru farnir að trúa því að þeir þurfi ekki að leggja sig fram. Það gengur ekki svoleiðis. Við náðum árangri fyrst og fremst í fyrra af því að við börðumst eins og ljón. Vorum skipulagðir í vörn og gerðum fá mistök. Við vorum agaðir sóknarlega,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld og bætti við að þessa þætti vantaði alla í leik liðsins í kvöld. „Það vantaði upp á þessi klækindi. Við náðum þriggja marka forystu tvisvar í fyrri hálfleik og við þurfum að hafa fyrir því að ná þessari forystu en við hendum henni í burtu með óklóku spili, látum reka okkur útaf að óþörfu og gerum mjög klaufaleg mistök. Þá komast þeir inn í leikinn aftur og það er jafnt í hálfleik. „Það er til skammar hvernig við byrjum seinni hálfleik. Menn klikka á færum og það sem verra var er að menn létu taka sig í vörninni steinsofandi. Við fáum okkur þrjú mörk í röð á okkar hægri skyttu. Það var erfitt. Það vantaði líka þessa ógnun utan af velli. Það voru ekki nógu margir að spila nægjanlega vel í skyttustöðunum fyrir utan. „Við erum auðvitað án nokkurra lykilmanna sem gerði það að verkum að við vorum aðeins öðruvísi varnarlega en við eigum að vera. Varnarleikurinn var mjög slappur. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik. Það var vitað mál að við værum stutt á veg komnir, sóknarlega þ.e.a.s. Við erum komnir miklu lengra en þetta sem við sýndum varnarlega. Það snýst auvitað fyrst og fremst um að leggja sig fram og leika af einbeitingu. Ég hef ekki áhyggjur af að það komi ekki,“ sagði Aron sem hefur meiri áhyggjur af sóknarleiknum en varnarleiknum. Hann segir enga lausn vera í því að bíða eftir Sigurbergi Sveinssyni sem er meiddur í upphafi móts. „Það er ekkert í boði að bíða eftir honum. Þetta er sama vandamál og í fyrra. Við áttum leiki inn á milli sem voru fínir en við þurfum meira framlag frá leikmönnunum fyrir utan. Þeir þurfa að vera beittari og hlaupa betur í leikaðferðirnar. Það snýst mikið um leikskilning. „Menn ættu með þessi tapi að sjá raunveruleikan með augunum. Ég hef verið að segja mönnum það að við séum með sterkt lið, þétt lið en við erum ekki með neitt yfirburða lið. Við misstum nokkra leikmenn frá okkur sem voru að gera ágætis hluti eins og Heimi Óla sem stóð sig mjög vel í fyrra og Birki Ívar sem er sterkur karakter í hópnum og góður markmaður. Við fáum stráka heim sem hafa verið að deila stöðum með öðrum í úrvalsdeild eða annarri deild og þetta er góð viðbót fyrir okkur en við vorum ekkert að kaupa fimm atvinnumenn. Við fengum stráka heim sem eru komnir hingað heim til að vinna og skapa sér líf,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira