Maldonado refsað - Raikkönen ræsir þriðji Birgir Þór Harðarson skrifar 1. september 2012 20:29 Maldonado var fyrir Hulkenberg í tímatökunum og fékk þriggja sæta refsingu. Nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun. Það þýðir að Kimi Raikkönen mun stilla Lotus-bíl sínum upp í þriðja sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun á undan Sergio Perez á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Maldonado sagði eftir tímatökuna í dag að þriðja sætið væri aðeins fyrsta vísbending þess að Williams-liðið verði mun öflugra á seinni helmingi keppnistímabilsins en það hefur verið í sumar. Jenson Button ræsir sem fyrr fyrstur í McLaren-bílnum á undan Kamui Kobayashi á Sauber. Tímatakan var mjög skemmtileg og skilaði óvæntum úrslitum enda fengu liðin takmarkaðan tíma í morgun til þess að fínstilla bíla sína fyrir kappaksturinn og tímatökuna vegna mikilla rigninga á æfingum í gær. Kappaksturinn hefst klukkan 12:00 á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun. Það þýðir að Kimi Raikkönen mun stilla Lotus-bíl sínum upp í þriðja sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun á undan Sergio Perez á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Maldonado sagði eftir tímatökuna í dag að þriðja sætið væri aðeins fyrsta vísbending þess að Williams-liðið verði mun öflugra á seinni helmingi keppnistímabilsins en það hefur verið í sumar. Jenson Button ræsir sem fyrr fyrstur í McLaren-bílnum á undan Kamui Kobayashi á Sauber. Tímatakan var mjög skemmtileg og skilaði óvæntum úrslitum enda fengu liðin takmarkaðan tíma í morgun til þess að fínstilla bíla sína fyrir kappaksturinn og tímatökuna vegna mikilla rigninga á æfingum í gær. Kappaksturinn hefst klukkan 12:00 á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira