Grosjean bannað að keppa á Ítalíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 16:38 Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira