Sýnir íslenskar klisjur í London 3. september 2012 14:00 Hallgerður var valin til að sýna á Freshfaced + Wildeyed en verk hennar má sjá á Hallgerður.com. "Þetta er eitt af flottustu ljósmyndagalleríum í heimi," segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bretlandi til að sýna á árlegu sýningunni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer's Gallery 14. september í London. "Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi," segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir myndlistarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig viðtal við Hallgerði sem var fyrsti viðmælandi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljósmyndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt - frá tuttugu og tveggja til 48 ára. "Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir." Hallgerður sýnir útskriftarverkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. "Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt," segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er eitt af flottustu ljósmyndagalleríum í heimi," segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bretlandi til að sýna á árlegu sýningunni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer's Gallery 14. september í London. "Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi," segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir myndlistarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig viðtal við Hallgerði sem var fyrsti viðmælandi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljósmyndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt - frá tuttugu og tveggja til 48 ára. "Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir." Hallgerður sýnir útskriftarverkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. "Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt," segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira