Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett topplánshæfiseinkunn Evrópusambandsins á athugunarlista sinn með neikvæðum horfum.
Í áliti Moody´s um málið segir að þessi ákvöðrun endurspegli það að stærstu þjóðirnar innan sambandsins séu flestar á neikvæðum horfum með lánshæfiseinkunn sína hjá matsfyrirtækinu. Hér er um Þýskaland, Frakkland, Bretland og Holland að ræða.
Moody´s segir að fari svo að lánshæfiseinkunn einhverra af þessum þjóðum lækki muni það hafa bein áhrif á einkunn Evrópusambandsins í heild.
