Reynir á ráðherrann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. september 2012 09:01 Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann. Ólafur Stephensen Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann.
Ólafur Stephensen Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira