Button vonsvikin með trúnaðarbrest Hamiltons Birgir Þór Harðarson skrifar 4. september 2012 22:30 Button er ekki sáttur með að Hamilton hafi dreift mynd af trúnaðargögnum liðsins. nordicphotos/afp Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum. Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum.
Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira