Hamilton leysir Schumacher af hjá Mercedes, segir Jordan Birgir Þór Harðarson skrifar 5. september 2012 18:00 Þó ekki sé búið að handsala vistaskiptin telur Eddie Jordan það víst að Hamilton fari til Mercedes þegar Schumacher hættir. nordicphotos/afp Michael Schumacher mun hætta í Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum í lok ársins og Lewis Hamilton mun taka sæti hans hjá Mercedes. Þetta segir Eddie Jordan eftir að hafa kannað málið sálfur. Jordan hóf að rannsaka framtíð Schumachers í vikunni eftir að Bernie Ecclestone sagði honum í beinni útsendinu á BBC, breska ríkissjónvarpinu, að "það væri synd að Schumacher væri að hætta án þess að hafa unnið mót, því hann væri sigurvegari." Jordan spurði Bernie um leið hvort Schumi væri að hætta í lok ársins en þá vildi Ecclestone ekki viðurkenna að hann vissi það. Lewis Hamilton hefur ekki enn skrifað undir samning við McLaren-liðið en samningur hans rennur út í lok ársins. Viðræður hafa staðið yfir síðan í júlí og virðast þær hafa gengið vel, af fréttum að dæma undanfarnar vikur. Hamilton skrifaði undir núgildandi samning sinn árið 2007 og er því á mun hærri launum en liðið sættir sig við að borga honum til frambúðar. Þess vegna hefur því verið slegið fram að Hamilton sé á leið einhvert annað á næsta ári. "Ég sagði það fyrir nokkrum vikum að ég héldi að Lewis væri á leiðinni í burtu," segir Jordan við fréttavef BBC. "Ég hélt þá að hann hefði rætt við Ferrari, sem við vitum nú að er satt." "Ég get nú fullyrt að fólk á vegum Hamilton hefur átt fundi með Mercedes," segir Jordan ennfremur. "Bernie Ecclestone gerði mér ljóst á sunnudaginn að Schumacher er að hætta, þó hann sjálfur hafi neitað því síðar." Eddie Jordan, sem rak áður keppnislið sem bar hans eigið nafn í Formúlu 1, segir það nokkuð ljóst að Hamilton taki sæti Schumachers. "Í raun hefur McLaren gert Hamilton grein fyrir því að þeir geta ekki borgað honum eins há mánaðarlaun og þeir gera nú." Talið er að Hamilton fái 15 milljónir Bandaríkjadali í mánaðarlaun. Það nemur tæpum 1,9 milljörðum íslenskra króna. "Í þokkabót þurfa McLaren að borga fyrir Mercedes-vélarnar í fyrsta sinn á næsta ári," segir Jordan. Hvorki umboðsmaður Hamiltons né framkvæmdastjóri Mercedes-liðsins vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Michael Schumacher mun hætta í Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum í lok ársins og Lewis Hamilton mun taka sæti hans hjá Mercedes. Þetta segir Eddie Jordan eftir að hafa kannað málið sálfur. Jordan hóf að rannsaka framtíð Schumachers í vikunni eftir að Bernie Ecclestone sagði honum í beinni útsendinu á BBC, breska ríkissjónvarpinu, að "það væri synd að Schumacher væri að hætta án þess að hafa unnið mót, því hann væri sigurvegari." Jordan spurði Bernie um leið hvort Schumi væri að hætta í lok ársins en þá vildi Ecclestone ekki viðurkenna að hann vissi það. Lewis Hamilton hefur ekki enn skrifað undir samning við McLaren-liðið en samningur hans rennur út í lok ársins. Viðræður hafa staðið yfir síðan í júlí og virðast þær hafa gengið vel, af fréttum að dæma undanfarnar vikur. Hamilton skrifaði undir núgildandi samning sinn árið 2007 og er því á mun hærri launum en liðið sættir sig við að borga honum til frambúðar. Þess vegna hefur því verið slegið fram að Hamilton sé á leið einhvert annað á næsta ári. "Ég sagði það fyrir nokkrum vikum að ég héldi að Lewis væri á leiðinni í burtu," segir Jordan við fréttavef BBC. "Ég hélt þá að hann hefði rætt við Ferrari, sem við vitum nú að er satt." "Ég get nú fullyrt að fólk á vegum Hamilton hefur átt fundi með Mercedes," segir Jordan ennfremur. "Bernie Ecclestone gerði mér ljóst á sunnudaginn að Schumacher er að hætta, þó hann sjálfur hafi neitað því síðar." Eddie Jordan, sem rak áður keppnislið sem bar hans eigið nafn í Formúlu 1, segir það nokkuð ljóst að Hamilton taki sæti Schumachers. "Í raun hefur McLaren gert Hamilton grein fyrir því að þeir geta ekki borgað honum eins há mánaðarlaun og þeir gera nú." Talið er að Hamilton fái 15 milljónir Bandaríkjadali í mánaðarlaun. Það nemur tæpum 1,9 milljörðum íslenskra króna. "Í þokkabót þurfa McLaren að borga fyrir Mercedes-vélarnar í fyrsta sinn á næsta ári," segir Jordan. Hvorki umboðsmaður Hamiltons né framkvæmdastjóri Mercedes-liðsins vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira