Seðlabanki Evrópu ætlar að láta til sín taka Magnús Halldórsson skrifar 6. september 2012 14:18 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Seðlabanki Evrópu hyggst reyna allt hvað hann getur til þess að örva efnahagslíf álfunnar, draga úr atvinnuleysi og snúa vörn í sókn. Fyrst og fremst er horft til þess að Seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf skuldugra ríkja álfunnar, sem glíma við hátt vaxtaálag á skuldir sínar á markaði. Þetta háa álag, einkum á þjóðir Suður-Evrópu, gerir ríkissjóðum landanna erfitt um vik við endurfjármögnun skulda. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, greindi frá því að dag að bankinn myndi láta til sín taka á markaði ef þörf væri á. Sérfræðingar bankans telja að hagvöxtur í Evrópu verði neikvæður um 0,4 prósent á þessu ári en verði jákvæður um 0,5 prósent á næsta ári. Stýrivöxtum bankans, upp á 0,75 prósent, var haldið óbreyttum að ákvörðunin var kynnt í morgun á vaxtaákvörðunarfundi bankans. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 2,6 prósent á næsta ári, en verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Atvinnuleysi í Evrópu er hátt, en að meðaltali mælist það 11,3 prósent samkvæmt mælingum hagstofu Evrópu, Eurostat. Það hefur verið að aukast undanfarnar vikur og mánuði, ekki síst í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, en þessi ríki glími öll við mikinn slaga í hagkerfum sínum og mikið atvinnuleysi. Það mælist nú tæplega 25 prósent í Grikklandi og á Spáni. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Evrópu hyggst reyna allt hvað hann getur til þess að örva efnahagslíf álfunnar, draga úr atvinnuleysi og snúa vörn í sókn. Fyrst og fremst er horft til þess að Seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf skuldugra ríkja álfunnar, sem glíma við hátt vaxtaálag á skuldir sínar á markaði. Þetta háa álag, einkum á þjóðir Suður-Evrópu, gerir ríkissjóðum landanna erfitt um vik við endurfjármögnun skulda. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, greindi frá því að dag að bankinn myndi láta til sín taka á markaði ef þörf væri á. Sérfræðingar bankans telja að hagvöxtur í Evrópu verði neikvæður um 0,4 prósent á þessu ári en verði jákvæður um 0,5 prósent á næsta ári. Stýrivöxtum bankans, upp á 0,75 prósent, var haldið óbreyttum að ákvörðunin var kynnt í morgun á vaxtaákvörðunarfundi bankans. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 2,6 prósent á næsta ári, en verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Atvinnuleysi í Evrópu er hátt, en að meðaltali mælist það 11,3 prósent samkvæmt mælingum hagstofu Evrópu, Eurostat. Það hefur verið að aukast undanfarnar vikur og mánuði, ekki síst í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, en þessi ríki glími öll við mikinn slaga í hagkerfum sínum og mikið atvinnuleysi. Það mælist nú tæplega 25 prósent í Grikklandi og á Spáni. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent