Skáldatími í Melaskóla 6. september 2012 17:00 fréttablaðið/gva Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum. "Ég hef verið fengin til að bjóða börnum upp á kennslu í ritlist og kalla námskeiðið skáldatíma, enda fá þau þarna tíma til að vera skáld," segir Gerður Kristný rithöfundur glaðlega og útskýrir tildrög þess nánar. "Í vor hafði bókasafnsfræðingurinn í Melaskóla, Særún Albertsdóttir, samband við mig og bað mig um að koma í 5. bekkina og kenna börnunum ritlist á haustönn. Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi kom rithöfundur í skóla og var með krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir þá sögur, ræddi þær við þá og loks tóku krakkarnir til við að skrifa sjálfir sögur. Mér fannst þetta hljóma afar vel," segir Gerður og bætir við: "Mér buðust ýmis verkefni nú í haust og fannst þetta lang-áhugaverðast og ákvað því að slá til. Við sóttum um styrk til Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, fengum jákvætt svar en Melaskóli leggur líka til fé á móti framlagi bókmenntaborgarinnar. Mér finnst frábært að Særúnu skuli hafa tekist að ná þessu í gegn. Á niðurskurðartímum sem þessum dettur fáum í hug að hafa frumkvæði að nýjungum sem þessum í kennslu." Gerður Kristný ætlar að byrja kennsluna um miðjan þennan mánuð. Tíu ára bekkirnir í Melaskóla eru þrír og hún býst við að fara í hvern þeirra tvisvar í viku. "Ég ætla að velja góðar sögur, jafnvel þjóðsögur og ævintýri, til að lesa með börnunum og ræða síðan til dæmis hvernig maður byggir upp sögu og af hverju maður heldur með sumum persónum og ekki öðrum. Síðan hlakka ég mikið til að lesa sögurnar sem krakkarnir semja sjálfir." Helst vill hún líka æfa börnin í að flytja textann sinn en umfram allt eiga kennslustundirnar að vera skemmtilegar. "Nóg er nú samt lagt á börn," segir hún "Jahá," svarar Gerður Kristný ákveðin spurð hvort hún hefði þegið að fá tilsögn í skáldskap þegar hún var í barnaskóla. "Ég bjó í Háaleitishverfinu og sá stundum Sigurði A. Magnússyni bregða fyrir á leið sinni út í Víði. Annars sá ég ekki rithöfund fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir í smásagnaáfanga sem ég valdi mér í MH. Maður lærir helst að skrifa með því að lesa góða höfunda og þessa tvo las ég." Gerður Kristný segir rithöfunda nú orðna sýnilega í grunnskólum eftir að verkefnið Skáld í skólum komst á en þar fara rithöfundar í skóla, segja frá sér og verkum sínum og lesa upp. Hún hefur sjálf tekið þátt í því verkefni og haft feikigaman af. Gerður hefur líka áður kennt ritlist því bókasafnið í Gerðubergi fékk hana til að kenna á ritlistarnámskeiði í fyrrasumar. Þar beindi hún börnunum ekki aðeins að góðum barnabókmenntum, heldur líka til dæmis ljóðum fyrir fullorðna. "Ég las dularfulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist hvorki meira né minna en vængjaður skóladrengur. Ein yngsta stúlkan á námskeiðinu hreifst svo af því að ég varð að endurtaka lesturinn í næsta tíma. Það er ekkert hægt að veðja á hvað heillar börn mest." Margir rithöfundar sækja í bernsku sína hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna að mati Gerðar Kristnýjar. "Mig langar til að börnin í Melaskóla átti sig á töfrum þess að vera tíu ára og skrifi um þá."gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum. "Ég hef verið fengin til að bjóða börnum upp á kennslu í ritlist og kalla námskeiðið skáldatíma, enda fá þau þarna tíma til að vera skáld," segir Gerður Kristný rithöfundur glaðlega og útskýrir tildrög þess nánar. "Í vor hafði bókasafnsfræðingurinn í Melaskóla, Særún Albertsdóttir, samband við mig og bað mig um að koma í 5. bekkina og kenna börnunum ritlist á haustönn. Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi kom rithöfundur í skóla og var með krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir þá sögur, ræddi þær við þá og loks tóku krakkarnir til við að skrifa sjálfir sögur. Mér fannst þetta hljóma afar vel," segir Gerður og bætir við: "Mér buðust ýmis verkefni nú í haust og fannst þetta lang-áhugaverðast og ákvað því að slá til. Við sóttum um styrk til Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, fengum jákvætt svar en Melaskóli leggur líka til fé á móti framlagi bókmenntaborgarinnar. Mér finnst frábært að Særúnu skuli hafa tekist að ná þessu í gegn. Á niðurskurðartímum sem þessum dettur fáum í hug að hafa frumkvæði að nýjungum sem þessum í kennslu." Gerður Kristný ætlar að byrja kennsluna um miðjan þennan mánuð. Tíu ára bekkirnir í Melaskóla eru þrír og hún býst við að fara í hvern þeirra tvisvar í viku. "Ég ætla að velja góðar sögur, jafnvel þjóðsögur og ævintýri, til að lesa með börnunum og ræða síðan til dæmis hvernig maður byggir upp sögu og af hverju maður heldur með sumum persónum og ekki öðrum. Síðan hlakka ég mikið til að lesa sögurnar sem krakkarnir semja sjálfir." Helst vill hún líka æfa börnin í að flytja textann sinn en umfram allt eiga kennslustundirnar að vera skemmtilegar. "Nóg er nú samt lagt á börn," segir hún "Jahá," svarar Gerður Kristný ákveðin spurð hvort hún hefði þegið að fá tilsögn í skáldskap þegar hún var í barnaskóla. "Ég bjó í Háaleitishverfinu og sá stundum Sigurði A. Magnússyni bregða fyrir á leið sinni út í Víði. Annars sá ég ekki rithöfund fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir í smásagnaáfanga sem ég valdi mér í MH. Maður lærir helst að skrifa með því að lesa góða höfunda og þessa tvo las ég." Gerður Kristný segir rithöfunda nú orðna sýnilega í grunnskólum eftir að verkefnið Skáld í skólum komst á en þar fara rithöfundar í skóla, segja frá sér og verkum sínum og lesa upp. Hún hefur sjálf tekið þátt í því verkefni og haft feikigaman af. Gerður hefur líka áður kennt ritlist því bókasafnið í Gerðubergi fékk hana til að kenna á ritlistarnámskeiði í fyrrasumar. Þar beindi hún börnunum ekki aðeins að góðum barnabókmenntum, heldur líka til dæmis ljóðum fyrir fullorðna. "Ég las dularfulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist hvorki meira né minna en vængjaður skóladrengur. Ein yngsta stúlkan á námskeiðinu hreifst svo af því að ég varð að endurtaka lesturinn í næsta tíma. Það er ekkert hægt að veðja á hvað heillar börn mest." Margir rithöfundar sækja í bernsku sína hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna að mati Gerðar Kristnýjar. "Mig langar til að börnin í Melaskóla átti sig á töfrum þess að vera tíu ára og skrifi um þá."gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira