Lygilegur sigur AIK í Rússlandi | Heerenveen úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2012 19:04 Úr leik Heerenveen og Molde í kvöld. Nordic Photos / AFP Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0) Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira