Skuggar í Hafnarborg 31. ágúst 2012 10:05 Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómasson sýningarstjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. "Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá," segir Guðni. "Alveg eins og með sjónsviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri." Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. "Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveðinni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. "Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. október en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag. Menning Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómasson sýningarstjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. "Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá," segir Guðni. "Alveg eins og með sjónsviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri." Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. "Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveðinni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. "Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. október en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag.
Menning Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira