Um 35 milljarða hagnaður á hálfu ári - Enn óvissa í kortunum 31. ágúst 2012 20:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent