Garcia gaf eftir og Watney fagnað sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2012 09:45 Watney var í góðum gír í Farmingdale um helgina. Nordicphotos/Getty Bandaríski kylfingurinn Nick Watney landaði sigri á Barclays-mótinu í New York fylki um helgina. Watney lyfti sér upp í efsta sæti stigalista FedEx-bikarsins og á möguleika á 10 milljóna dollara verðlaunafé á lokamótinu í næsta mánuði. Watney háði harða baráttu við Spánverjann Sergio Garcia á mótinu. Kapparnir voru jafnir að loknum tveimur fyrstu hringjunum en Garcia hafði tveggja högga forskot fyrir lokahringinn í Farmingdale. Garcia fór illa að ráði sínu á lokahringnum. Spánverjinn spilaði á fjórum höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson. Watney setti hins vegar niður þriggja metra pútt á lokaholunni, nældi í fugl og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari samanlagt. Næstur kom Brandt Snedeker á einu höggi yfir pari. Talið er að möguleiki Watney á sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna hafi aukist til muna með sigrinum. Fyrirliðinn David Love tilkynnir í næstu viku hvaða fjórir kylfingar hljóta náð hans um síðustu lausu sætin í liðinu. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Nick Watney landaði sigri á Barclays-mótinu í New York fylki um helgina. Watney lyfti sér upp í efsta sæti stigalista FedEx-bikarsins og á möguleika á 10 milljóna dollara verðlaunafé á lokamótinu í næsta mánuði. Watney háði harða baráttu við Spánverjann Sergio Garcia á mótinu. Kapparnir voru jafnir að loknum tveimur fyrstu hringjunum en Garcia hafði tveggja högga forskot fyrir lokahringinn í Farmingdale. Garcia fór illa að ráði sínu á lokahringnum. Spánverjinn spilaði á fjórum höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson. Watney setti hins vegar niður þriggja metra pútt á lokaholunni, nældi í fugl og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari samanlagt. Næstur kom Brandt Snedeker á einu höggi yfir pari. Talið er að möguleiki Watney á sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna hafi aukist til muna með sigrinum. Fyrirliðinn David Love tilkynnir í næstu viku hvaða fjórir kylfingar hljóta náð hans um síðustu lausu sætin í liðinu.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira