Staður og stund Ingólfur Arnasson og Sólveig Aðalsteinsdóttir skrifar 27. ágúst 2012 20:30 Ingólfur Arnarsson sýnir innsetningu í fjórum herbergjum íbúðarinnar, ferhyrndan einlitan flöt í loftinu fyrir framan gluggana. fréttablaðið/stefán Heimagalleríið 1.h.t.v. sem staðsett er í blokkaríbúð á fyrstu hæð til vinstri, að Lönguhlíð 19 í Reykjavík, er aðeins starfrækt á sumrin, og nú standa þar yfir tvær sýningar samtímis. Ingólfur Arnarsson sýnir innsetningu sem nær yfir fjögur herbergi íbúðarinnar. Hann hefur málað ferhyrndan einlitan flöt upp í loftið fyrir framan gluggana í þessum fjórum rýmum, og er hver flötur með sinn lit. Litirnir taka mið af litum himinsins, en í tilkynningu frá galleríinu segir að unnið sé með „liti, afmörkun þeirra, staðsetningu, þyngd, andblæ og samspil þeirra við íbúðina og útsýni“. Litirnir sem Ingólfur hefur valið eru á svipuðum stað í litapallettunni og litir í fyrri verkum hans þar sem hann málar á steinsteypta steina, og margir kannast við, en litaflöturinn hér er svipaður eða jafnstór og fyrrnefndir steinar. Ef gera á tilraun til að lýsa litunum fjórum í innsetningunni þá er litatónninn ljósfjólublár í svefnherberginu, í stofunni er liturinn appelsínu/ferskjulitaður, og í eldhúsi og herbergi inn af stofu eru gráir litatónar, mjög svipaðir. Litirnir geta þó virkað mismunandi eftir birtustigi og tíma dags. Þessi verk, og þessi innsetning í heild sinni, er ekki flókin að gerð í sjálfu sér, en nær að draga allt umhverfið til sín, bæði sem heild og í sitt hvoru lagi í hverju og einu herbergi. Staðsetning litaflatanna uppi í loftinu er óvenjuleg. Þegar maður horfir á verkið þá horfir maður um leið á svo margt annað. Inn á sjónsviðið kemur liturinn á himninum, trén fyrir utan gluggann, gulköflóttu gluggatjöldin í eldhúsinu eða röndótta gólfteppið, og í raun íbúðin sjálf sem er falleg að innri gerð. Allt þetta spilar með þessum ferningslaga litflötum sem Ingólfur hefur valið. Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir tvö tengd verk á sýningunni. Hún er ekkert að flækja málin, og sækir sér innblástur í grunnteikningu íbúðarinnar sjálfrar þar sem sýningin er haldin. Á vegg hangir í stórri bréfaklemmu teikning á stórri pappírsörk. Örkin er þannig upphengd að maður sér ekki svo vel sé af hverju teikningin er, en þarna er á ferð einfaldlega sjálf grunnteikning íbúðarinnar. Þessa teikningu, eða lágmynd eins og mætti kalla þetta líka, er líka hægt að skoða með því að kíkja upp undir keilulaga formið sem verður til þegar pappírsörkin hangir svona niður, og þá er verkið orðið eins og dularfull göng með sérstakri fjarvíddartilfinningu. Á borði í herbergi innan af stofunni er síðan hitt verkið. Þar er á ferð bókverk. Því er stillt upp á lítið teborð á hjólum, og unnið á sams konar pappír og lágmyndin. Áfram er það grunnteikningin sem Sólveig vinnur með. Verkin vinnur hún þannig að hún leggur sex pappírsarkir hverja ofan á aðra en setur kalkipappír á milli allra arkanna. Hún teiknar svo grunnteikninguna þéttingsfast á efsta blaðið og teikningin afritast umsvifalaust á öll hin fimm blöðin og þannig verður hver örk með sinn skýrleika af sömu teikningunni, þar sem teikningin á neðsta blaðinu er daufust, eins og í þoku. Blöðin brýtur hún svo saman í bækur og saumar þær saman í kjölinn. Þau gerast nú eiginlega ekki fallegri bókverkin. Þarna vinnur hún með margfeldi og gamaldags afritunartækni. Þetta er eins konar grafíkmyndagerð líka, og allt efnisval og aðferð ber vitni um sérstaklega góða og listræna tilfinningu. Einnig er hægt að horfa á verkið sem skúlptúrlega heild með því að virða fyrir sér bækurnar sem alls eru tíu talsins, í stafla á tveggja hæða teborðinu. Þóroddur Bjarnadóttir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Heimagalleríið 1.h.t.v. sem staðsett er í blokkaríbúð á fyrstu hæð til vinstri, að Lönguhlíð 19 í Reykjavík, er aðeins starfrækt á sumrin, og nú standa þar yfir tvær sýningar samtímis. Ingólfur Arnarsson sýnir innsetningu sem nær yfir fjögur herbergi íbúðarinnar. Hann hefur málað ferhyrndan einlitan flöt upp í loftið fyrir framan gluggana í þessum fjórum rýmum, og er hver flötur með sinn lit. Litirnir taka mið af litum himinsins, en í tilkynningu frá galleríinu segir að unnið sé með „liti, afmörkun þeirra, staðsetningu, þyngd, andblæ og samspil þeirra við íbúðina og útsýni“. Litirnir sem Ingólfur hefur valið eru á svipuðum stað í litapallettunni og litir í fyrri verkum hans þar sem hann málar á steinsteypta steina, og margir kannast við, en litaflöturinn hér er svipaður eða jafnstór og fyrrnefndir steinar. Ef gera á tilraun til að lýsa litunum fjórum í innsetningunni þá er litatónninn ljósfjólublár í svefnherberginu, í stofunni er liturinn appelsínu/ferskjulitaður, og í eldhúsi og herbergi inn af stofu eru gráir litatónar, mjög svipaðir. Litirnir geta þó virkað mismunandi eftir birtustigi og tíma dags. Þessi verk, og þessi innsetning í heild sinni, er ekki flókin að gerð í sjálfu sér, en nær að draga allt umhverfið til sín, bæði sem heild og í sitt hvoru lagi í hverju og einu herbergi. Staðsetning litaflatanna uppi í loftinu er óvenjuleg. Þegar maður horfir á verkið þá horfir maður um leið á svo margt annað. Inn á sjónsviðið kemur liturinn á himninum, trén fyrir utan gluggann, gulköflóttu gluggatjöldin í eldhúsinu eða röndótta gólfteppið, og í raun íbúðin sjálf sem er falleg að innri gerð. Allt þetta spilar með þessum ferningslaga litflötum sem Ingólfur hefur valið. Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir tvö tengd verk á sýningunni. Hún er ekkert að flækja málin, og sækir sér innblástur í grunnteikningu íbúðarinnar sjálfrar þar sem sýningin er haldin. Á vegg hangir í stórri bréfaklemmu teikning á stórri pappírsörk. Örkin er þannig upphengd að maður sér ekki svo vel sé af hverju teikningin er, en þarna er á ferð einfaldlega sjálf grunnteikning íbúðarinnar. Þessa teikningu, eða lágmynd eins og mætti kalla þetta líka, er líka hægt að skoða með því að kíkja upp undir keilulaga formið sem verður til þegar pappírsörkin hangir svona niður, og þá er verkið orðið eins og dularfull göng með sérstakri fjarvíddartilfinningu. Á borði í herbergi innan af stofunni er síðan hitt verkið. Þar er á ferð bókverk. Því er stillt upp á lítið teborð á hjólum, og unnið á sams konar pappír og lágmyndin. Áfram er það grunnteikningin sem Sólveig vinnur með. Verkin vinnur hún þannig að hún leggur sex pappírsarkir hverja ofan á aðra en setur kalkipappír á milli allra arkanna. Hún teiknar svo grunnteikninguna þéttingsfast á efsta blaðið og teikningin afritast umsvifalaust á öll hin fimm blöðin og þannig verður hver örk með sinn skýrleika af sömu teikningunni, þar sem teikningin á neðsta blaðinu er daufust, eins og í þoku. Blöðin brýtur hún svo saman í bækur og saumar þær saman í kjölinn. Þau gerast nú eiginlega ekki fallegri bókverkin. Þarna vinnur hún með margfeldi og gamaldags afritunartækni. Þetta er eins konar grafíkmyndagerð líka, og allt efnisval og aðferð ber vitni um sérstaklega góða og listræna tilfinningu. Einnig er hægt að horfa á verkið sem skúlptúrlega heild með því að virða fyrir sér bækurnar sem alls eru tíu talsins, í stafla á tveggja hæða teborðinu. Þóroddur Bjarnadóttir
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira